fbpx
Þriðjudagur 27.október 2020
Fréttir

Margrét ósátt – Tapaði máli fyrir Siðanefnd blaðamanna – „Öðrum eins skítavinnubrögðum hef ég aldrei orðið vitni að“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 18. september 2020 18:18

Margrét Friðriksdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Siðanefnd blaðamanna hefur úrskurðað í kærumáli Margrétar Friðriksdóttur á hendur Stundinni og blaðamanninum Hlédísi Maren Guðmundsdóttur. Margrét kærði Stundina vegna vinnubragða við fréttaflutning af deilum Margrétar og Semu Erlu Serdar fyrr í sumar. Úrskurðurinn var Margréti í óhag en hún greinir frá þessu í Facebook-hópnum Fjölmiðlanördar.

Tilefni fréttarinnar voru skrif Semu Erlu þar sem hún rifjaði upp atvik frá því í ágústmánuði árið 2018 sem átti sér stað á veitingastaðnum Benzin Cafe við Grensásveg. Þar kom til orðaskipta á milli Margrétar og Semu og kærði Sema Margréti til lögreglu fyrir hatursglæp, sagði hana hafa veist að sér og hótað sér lífláti, og aðförin hafi verið vegna skoðana hennar og mannréttindabaráttu.

Margrét taldi Semu ekki hafa greint rétt frá málavöxtum. Tilefni skrifa Semu í sumar voru óánægja hennar með aðgerðaleysi lögreglu í málinu en ekkert hefði gerst í því síðan hún kærði Margréti.

Bæði DV og Stundin birtu fréttir byggðar á færslu Semu. DV birti síðan frétt byggða á pistli Margrétar þar sem hún svarar færslu Semu.

Sjá einnig: Margrét gagnrýnir Semu harðlega:„Hún ákvað að endurvekja 2 ára gamalt mál og rifja upp eitthvað fyllerísrugl

Það gerði Stundin hins vegar ekki og kærði Margrét fjölmiðilinn af þeim sökum til Siðanefndar blaðamanna. Taldi hún Stundina ekki hafa ástundað sanngjörn vinnubrögð með því að leita ekki til hennar um andsvör í fréttaflutningi þar sem fjallað var um hana.

Stundin bar því við að tölvupóstur frá Margréti þar sem hún óskaði þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri hefði farið framhjá ritstjórn vegna mannfæðar í sumarleyfum.

Margrét var einnig ósátt við að þegar Stundin uppfærði síðar fréttina með andsvörum hennar hafi þau skrif verið lokuð öðrum en áskrifendum.

Siðanefnd blaðamanna féllst ekki á kröfur Margrétar um að úrskurða Stundina og blaðamann hennar brotleg við siðareglur vegna þessara vinnubragða. Í umfjöllun siðanefndarinnar segir meðal annars:

„Siðanefnd tekur undir með kærðu að í upprunalegri umfjöllun hafi lykilatriðið verið viðtalsfrásögn af persónulegri upplifun Semu Erlu af seinagangi við rannsókn kæru hennar fyrir meinta líkamsárás og þar var nafn kæranda máls ekki nefnt. Með þetta í huga telur Siðanefnd að ekki hafi verið nauðsynlegt að leita andstæðra sjónarmiða á þeim tímapunkti. Þess utan liggur fyrir að umrædd umfjöllun var uppfærð að kröfu kæranda og hennar sjónarmiðum komið á framfæri. Ekki er ástæða til að efast um skýringar kærðu um að tölvupóstur frá kæranda 5. ágúst hafi farið framhjá ritstjórn og blaðamanni vegna sumarleyfa.“

Margrét er mjög ósatt við þessa niðurstöðu og segir:

„Siðanefnd blaðamanna er varla hægt að taka alvarlega þar sem siðanefndin bakkar upp sína kollega í augljósum og alvarlegum brotum á siðareglum en mér var að berast úrskurðurinn þar sem blaðamaðurinn og miðillinn Stundin er ekki talin brjóta siðareglur en er bæði logið og skautað framhjá því alvarlegasta sem kæran fjallar um.

Blaðamaður Stundarinnar hafði samband við mig þann 11. ágúst og fullyrti að pósturinn hafi farið framhjá þeim þess vegna hafi mín sjónarmið ekki komið fram en að ég best veit eiga blaðamenn að hafa samband við þann sem fjallað er um og gefa kost á andsvörum, Stundin leitaði aldrei til mín nema með þessar afsakanir og ég benti blaðamanninum þá á opna færslu sem ég skrifaði um málið og henni væri frjálst að birta það. Við þeirri beiðni var ekki orðið en blaðamenn segjast nú hafa uppfært fréttina en það er búið að læsa núna fyrir þannig það er ekki hægt að lesa fréttinna alla nema að kaupa áskrift. Önnur eins skítavinnubrögð hef ég sjaldan orðið vitni að og þessir útúrsnúningar eru teknir sem gildir hjá siðanefndinni. Þá vísa ég í aðra frétt um sama mál þar sem ég er nafngreind og miðilinn hefur eftir Semu að ef ég hefði verið með hníf þá hefði ég sennilega stungið hana, fyrirlega ógeðfelld vinnubrögð en siðanefndin minnist ekki einu orði á þau ámælisverðu vinnubrögð.

Þetta þjóðfélag er sorglegt og virðist ekki ganga útá neitt réttlæti öllu heldur klíkuskap þar sem lögbrot og siðareglur eru þverbrotnar en ekki hróflað við því vegna tengsla að virðist.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Útlendingastofnun frábiður sér ásakanir hælisleitenda um slæma meðferð

Útlendingastofnun frábiður sér ásakanir hælisleitenda um slæma meðferð
Fréttir
Í gær

Opinbera hræðilegt ástand á Suðurnesjum – Segja að honum hafi verið neitað um mat í þrjá daga – „Við erum að þjást“

Opinbera hræðilegt ástand á Suðurnesjum – Segja að honum hafi verið neitað um mat í þrjá daga – „Við erum að þjást“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ína lýsir stöðunni í Ameríku – „Þetta var alveg ótrúlegt ástand“

Ína lýsir stöðunni í Ameríku – „Þetta var alveg ótrúlegt ástand“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

COVID-19 smit á Vogi – Fann fyrir einkennum eftir skimun

COVID-19 smit á Vogi – Fann fyrir einkennum eftir skimun
Fréttir
Fyrir 3 dögum
76 ný COVID-19 smit