fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Margrét gagnrýnir Semu harðlega: „Hún ákvað að endurvekja 2 ára gamalt mál og rifja upp eitthvað fyllerísrugl“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 5. ágúst 2020 09:11

Margrét Friðriksdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gömul rimma milli Semu Erlu Serdar og Margrétar Friðriksdóttur hefur blossað upp að nýju, en Sema Erla rifjaði í dag upp atvik sem varð fyrir tveimur árum á veitingastaðnum Benzin Cafe við Grensásveg, í ágústmánuði árið 2018. Raunar myndi Sema ekki lýsa málinu þannig að hún ætti í deilu við Margréti heldur hafi hún orðið fyrir árás ónafngreindrar manneskju sem hún síðan kærði fyrir hatursglæp.

Sema rifjaði málið upp í langri Facebook-færslu þar sem hún gagnrýnir lögregluna fyrir aðgerðaleysi. „Um verslunarmannahelgina voru tvö ár síðan ráðist var á mig með líkamlegu ofbeldi og ítrekuðum morðhótunum fyrir utan veitingastað í Reykjavík. Ástæðan fyrir árásinni var ég. Það er að segja hver ég er, hvaðan og hver lífssýn mín er, “ sagði Sema í pistli sínum.

Sjá einnig: Tvö ár síðan Sema Erla kærði Margréti fyrir hatursglæp – Gagnrýnir harkalega seinagang lögreglu

Sema segir enn fremur að auk þess að ráðast á sig á Benzin Cafe hafi Margrét ráðist á persónu hennar á netinu. Segir Sema að vel megi færa rök fyrir því að atvikið hafi verið hatursglæpur, enda megi rekja hina meintu árás til uppruna Semu, persónu hennar og lífssýnar. Í beinu framhaldi af atvikinu leitaði Sema til  lögreglunnar þar sem hún lagði fram kæru.

„Með mér hafði ég nokkra tugi af útprentuðum blöðum með skjáskotum af viðurstyggilegum ummælum sem konan sem réðst á mig hefur skrifað um mig á netið í nokkur ár (og eiga ekki skilið þá athygli að vera endurtekin hér) og skjáskot af einkaskilaboðum sem hún hefur sent mér, hin elstu frá árinu 2014, þar sem hún kallar mig í fyrsta skiptið (af mörgum) gyðingahatara. Ég fór einnig með til lögreglunnar skjáskot af umræðu sem hún hóf sjálf opinberlega þar sem hún viðurkennir að hafa ráðist á mig og hótað mér (með alls konar sögufölsunum að sjálfsögðu, en samt).“

Sakar Semu um ósannindi

Margrét Friðriksdóttir svarar Semu í löngum og afar harðorðum pistli á þriðjudagskvöldið. Þar segist hún ekki hafa ráðist á Semu en viðurkennir að hafa veist að henni með orðum.

„Konan skrifaði langan pistil í gær á facebook síðu sinni sem gengur útá það að fórnarlambavæða sjálfa sig eins og svo oft áður og til að niðra mig sem persónu og mannorðsmyrða með ósannindi að leiðarljósi. En hún ákvað að endurvekja 2 ára gamalt mál og rifja upp eitthvað fyllerísrugl eins og ég vil kalla það sem var í raun ekkert til að gera veður útaf sérstaklega í ljósi þess að það var hún sjálf sem að kom því af stað,“ segir Margrét meðal annars  í pistli sínum.

Þá segir hún það vera ósannindi hjá Semu Erlu að hún hafi ekki vitað að Margrét væri á staðnum. Starfsmaður hafi vísað Margréti og kærasta hennar út þar sem Sema væri á leiðinni og hann vildi ekki að hún sæi hana þarna. Ennfremur segist hún hafa heimildir fyrir því að Semu hafi verið gert viðvart um veru Margrétar á staðnum áður en Sema kom. Segir Margrét að staðurinn sé í eigu föður Semu. Má af orðum Margrétar skilja að hún telji að brottvísun hennar af staðnum hafi komið í kjölfar þess að maðurinn hafði samband við Semu í síma og sagði henni frá veru Margrétar á staðnum.

„Ég eins og áður hefur komið fram fannst verulega að mér vegið og vinur minn varð hálf skelkaður þegar við sáum 2 bíla fullan af fólki með Semu með í för komin þarna sérstaklega til að henda okkur útaf staðnum einungis fyrir að vera ekki sömu skoðanar pólitískt og hún sjálf og enn þann dag í dag finnst mér það verulega sjúkt,“ segir Margrét ennfremur í pistli sínum.

Í pistlinum eru ýmsar ávirðingar Margrétar á hendur Semu og sakar hún hana meðal annars um að hafa sýnt ísraelskum knattspyrnustúlkum rasisma með því að mótmæla stefnu Ísraelsríkis á knattspyrnuleik í Laugardal. Þá segir Margrét að Sema hafi breitt út um sig þau ósannindi að hún ynni fyrir samtökin Pegida, en það eru þýsk samtök sem eru andsnúin Íslam og innflytjendum.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala