fbpx
Föstudagur 25.september 2020
Fréttir

Tvö ár síðan Sema Erla kærði Margréti fyrir hatursglæp – Gagnrýnir harkalega seinagang lögreglu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 4. ágúst 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Um verslunarmannahelgina voru tvö ár síðan ráðist var á mig með líkamlegu ofbeldi og ítrekuðum morðhótunum fyrir utan veitingastað í Reykjavík. Ástæðan fyrir árásinni var ég. Það er að segja hver ég er, hvaðan og hver lífssýn mín er.“

Svona hefst pistill sem Sema Erla Serdar, stjórnmála- og Evrópufræðingur, birti á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hún gagnrýnir seinagang lögreglunnar í að rannsaka kæru sem hún lagði fram gegn konu sem veittist að henni með ofbeldi og hótunum fyrir utan veitingastað í Reykjavík árið 2018.

Í pistli sínum nafngreinir hún ekki meintan geranda sinn, en það er þó á almannavitorði að það er Margrét Friðriksdóttir, frumkvöðlafræðingur og einn stjórnandi Facebook-hópsins Stjórnmálaspjallið, sem um ræðir. Margrét hefur sjálf gengist við því á samfélagsmiðlum að hafa veist að Semu umrætt sinn  og greindi sjálf frá því í desember síðastliðnum er hún var boðuð til skýrslutöku hjá lögreglu vegna málsins, þá 16 mánuðum eftir að atvikið átti sér stað. Margrét hefur reyndar hafnað því að um líkamsárás eða hatursglæp hafi verið að ræða og segir kæru Semu eiga sér enga stoð í raunveruleikanum.

Sjá einnig: Margrét réðst í ölæði að Semu Erlu: Ætlar að hætta að drekka

Sjá einnig: Margrét Friðriksdóttir boðuð til skýrslutöku hjá lögreglu

Tvö ár en engin ákvörðun um ákæru

Sema Erla segir að vel megi færa rök fyrir því að árásin sem hún varð fyrir hafi verið hatursglæpur, enda mátti rekja hana til uppruna Semu, persónu hennar og lífssýnar. Í beinu framhaldi af árásinni leitaði Sema til  lögreglunnar þar sem hún lagði fram kæru.

„Með mér hafði ég nokkra tugi af útprentuðum blöðum með skjáskotum af viðurstyggilegum ummælum sem konan sem réðst á mig hefur skrifað um mig á netið í nokkur ár (og eiga ekki skilið þá athygli að vera endurtekin hér) og skjáskot af einkaskilaboðum sem hún hefur sent mér, hin elstu frá árinu 2014, þar sem hún kallar mig í fyrsta skiptið (af mörgum) gyðingahatara. Ég fór einnig með til lögreglunnar skjáskot af umræðu sem hún hóf sjálf opinberlega þar sem hún viðurkennir að hafa ráðist á mig og hótað mér (með alls konar sögufölsunum að sjálfsögðu, en samt).“

Þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá því að Sema lagði fram kæru hefur enn ekki verið tekin ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra á hendur Margréti.

16 mánuðir af árásum og ofbeldi á netinu 

„Ég veit það vegna þess að í þessa 16 mánuði sem lögreglan kallaði hana ekki í skýrslutöku hefur konan ítrekað kallað mig lygara og athyglissjúkling opinberlega, því ég sagði strax, eftir að málið komst í opinbera umræðu þökk sé henni sjálfri, að ég myndi kæra hana – sem ég gerði. Í þá 16 mánuði sem lögreglan kallaði hana ekki í skýrslutöku hef ég setið undir árásum og ofbeldi á netinu af höndum hennar og stuðningsfólks hennar. Það er með öllu óásættanlegt og í raun alveg galið að það sé vegna vinnubragða hjá lögreglunni. Það er ekki eins og það sé ekki nógu mikið um það þess utan.“

Sema segir að bæði lögregla og löggjafinn á Íslandi þurfi að gera betur þegar kemur að vernd þeirra sem verði fyrir hatursorðræðu, hatursglæpum, rasisma, fordómum og útlendingahatri.

„Lögreglan og löggjafinn í landinu verða að gera miklu betur í að vernda þolendur hatursorðræðu, hatursglæpa, rasisma, fordóma og útlendingaandúðar. Þessir aðilar eru hinir einu sem geta raunverulega verndað okkur svo ef þeir bregðast er enginn sem við getum leitað til og ofbeldið heldur bara áfram! Þegar konan ræðst á mig með líkamlegu ofbeldi, fúkyrðum og ítrekuðum morðhótunum skiptir ekki máli hvort henni hafi tekist að meiða mig líkamlega eða ekki (eins og lögreglumaðurinn sagði í skýrslutökunni). Það er ásetningurinn sem skiptir máli og gerir þetta að alvarlegum glæp.“

Íslenskt samfélag megi ekki láta hatursglæpi óátalda, og til þess að það verði að veruleika verði löggjafinn og lögregla að vernda þolendur þessa ofbeldis í stað þess að taka þátt í að normalísera það.

„Fyrsta skrefið er að hlusta á okkur, reyna að skilja okkur og taka því ofbeldi sem við verðum fyrir alvarlega og láta ofbeldisfólkið taka afleiðingum þess að beita annað fólk ofbeldi þegar við tilkynnum það! Er virkilega til of mikils ætlast með því?“

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Höskuldur Þórhallsson meðal umsækjenda hjá Náttúrufræðistofnun

Höskuldur Þórhallsson meðal umsækjenda hjá Náttúrufræðistofnun
Fréttir
Í gær

Mikilvæg skilaboð frá landlækni – Þekkjum smitleiðirnar

Mikilvæg skilaboð frá landlækni – Þekkjum smitleiðirnar
Fréttir
Í gær

Nístandi fátækt hjá fólki í ferðaþjónustu – Hjón með 100 þúsund á mánuði

Nístandi fátækt hjá fólki í ferðaþjónustu – Hjón með 100 þúsund á mánuði
Fréttir
Í gær

Rúmlega helmingur nýsmitaðra ekki í sóttkví

Rúmlega helmingur nýsmitaðra ekki í sóttkví
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafn mannsins sem fannst látinn í Breiðholti

Nafn mannsins sem fannst látinn í Breiðholti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndir af börnum hengdar upp á útidyranar á heimili Áslaugar Örnu

Myndir af börnum hengdar upp á útidyranar á heimili Áslaugar Örnu