fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

„Allt sem kom fram í greininni og Kastljósþáttunum er hundrað prósent rétt og ekkert þar sem var búið til eða falsað. Ég get staðfest það“ 

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 11. ágúst 2020 17:31

Mynd/ Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, staðfesti í samtali við Stundina að hann hafi fengið í hendur þau gögn sem voru grundvöllur umfjöllunar Helga Seljan um meint brot Samherja á gjaldeyrislögum. Frá þessu greinir Stundin.

Samherji birti í morgun myndband á Youtube sem á að vera það fyrsta af nokkrum þar sem heilindi Helga Seljan sem fréttamanns eru dregin í efa. Var hann í myndbandinu sakaður um að hafa átt við gögn, eða hreinlega borið fyrir sig gögnum sem hafi ekki verið til. RÚV og Helgi hafa í yfirlýsingum hafnað þessum ásökunum. Félag fréttamanna hefur sömuleiðis gagnrýnt aðför Samherja að Helga, sem og blaðamannafélag Íslands.

Guðmundur Ragnarsson sat í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna þegar málið átti sér stað og staðfestir við Stundina að hann hafi séð gögn Helga.

„Allt sem kom fram í greininni og Kastljósþáttunum er hundrað prósent rétt og ekkert þar sem var búið til eða falsað. Ég get staðfest það.“

Nánar má lesa um málið í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri