fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Engar breytingar á samkomubanni næstu þrjár vikurnar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 3. júlí 2020 14:24

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Pjetur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að tillögu Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnarlæknis, að framlengja samkomubann í þeirri mynd sem það er nú, í þrjár vikur til viðbótar eða til 26. júlí. Fjöldatakmarkanir miðast því enn við 500 manns.

Eins verður opnunartími skemmtistaða óbreyttur og aðeins heimilt að hafa opið til 23:00.

Til stendur einnig að efla upplýsingagjöf til almennings um einstaklingsbundnar sýkingavarnir.

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir:

„Frá því að skimanir hófust á landamærum 15. júní síðastliðinn hafi um 22.000 ferðamenn komið til landsins og sýni verið tekin hjá um 16.000 manns (tölur frá 2. júlí). Virk smit hafa greinst hjá sjö einstaklingum og rúmlega 400 manns hafa þurft að fara í sóttkví eftir smitrakningu. Enginn er alvarlega veikur. Sóttvarnalæknir segir um ákveðið bakslag að ræða sem hafi ekki verið óviðbúið en að lágmarka þurfi áhættuna á því að faraldurinn nái sér á strik hér á landi. Tillaga sóttvarnalæknis um að ekki verði slakað frekar á reglum um samkomubann að sinni byggist á þessu, auk þess sem hann leggur áherslu á að efla fræðslu um einstaklingsbundnar sýkingavarnir. Heilbrigðisráðherra hefur sem fyrr segir fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að framlengja óbreyttar reglur um takmarkanir á samkomum og verður auglýsing þess efnist birt á næstu dögum í Stjórnartíðindum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi