fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Fréttir

Grunaður um að hafa tekið lögfræðing sinn hálstaki og barið konu með hátalara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. júlí 2020 12:21

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem meðal annars er grunaður um líkamsárás á lögfræðing sinn og alvarlega árás á konu.

Maðurinn er grunaður um að hafa þann 9. júní ruðst inn á lögmannsstofu, tekið lögmann kverkataki og hótað starfsfólki lífláti. Fjöldi vitna var að atvikinu. Hótanir mannsins beindust gegn lögmanninum og starfi hans og er í rannsókn hjá embætti héraðssaksóknara. Þurfti að hringja í neyðarlínu út af framferði mannsins.

Þá er maðurinn grunaður um að hafa slegið konu í andlitið með hátalara þann 11. júní með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á vinstra augnloki, sár á efri, stórt sár á innra byrði efri varar, eymsli í tönnum og tognun í hálsi og herðum. Málið er í rannsókn en maðurinn hefur játað sök.

Þá er maðurinn grunaður um alvarlegar hótanir gegn barnsmóður sinni í nóvember og desember 2019. Liggja fyrir upptökur af grófum hótunum.

Maðurinn skal sæta gæsluvarðhaldi til 18. ágúst.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Íslenskur sálfræðingur harðlega gagnrýndur fyrir greinaskrif á Vísi – „Níð gagnvart trans fólki og jaðrar við hatursorðræðu“

Íslenskur sálfræðingur harðlega gagnrýndur fyrir greinaskrif á Vísi – „Níð gagnvart trans fólki og jaðrar við hatursorðræðu“
Fréttir
Í gær

45.000 erlendir ferðamenn komu til landsins í júlí

45.000 erlendir ferðamenn komu til landsins í júlí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víðir segir engan fót fyrir orðrómi um að virkt smit hafi verið rakið til vændiskonu

Víðir segir engan fót fyrir orðrómi um að virkt smit hafi verið rakið til vændiskonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli arnarstuldsins fyrir austan

Vendingar í máli arnarstuldsins fyrir austan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin innanlandssmit í gær – Þrjú við landamærin

Engin innanlandssmit í gær – Þrjú við landamærin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

46 grunnskólakennarar í nánu samneyti á golfmóti – „Reyndum eins og við gátum að halda 2ja metra reglunni“

46 grunnskólakennarar í nánu samneyti á golfmóti – „Reyndum eins og við gátum að halda 2ja metra reglunni“