fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Vænta skýrslu heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð – Biskup segir umræðuna þarfa en varðveita beri líf

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. júlí 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar þing kemur fram í september er von á skýrslu heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð að sögn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem flutti þingsályktunartillögu árið 2018 sem varð að skýrslubeiðni til ráðherra.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Bryndísi að Alþingi hafi tvisvar samþykkt skýrslubeiðnina, bæði á síðasta löggjafarþingi og yfirstandandi þingi.

„Mér finnst þetta snúast um frelsi einstaklingsins, fyrst og fremst. Ég held að þessi ákvörðun eigi alltaf heima hjá einstaklingnum sjálfum.“

Er haft eftir Bryndísi sem hyggst biðja aftur um skýrslu ef skýrsla berst ekki á þessu þingi.

„Ég vona að það þurfi ekki að koma til þess, og að skýrslan berist á þessu þingi.“

Í skýrslubeiðninni er ráðherra krafinn upplýsinga um dánaraðstoð, til dæmis að kannað verði hver viðhorf heilbrigðisstarfsfólks eru til dánaraðstoðar, þróunar lagaramma þar sem hún er leyfð og reynslu af dánaraðstoð.

Þegar Morgunblaðið leitaði til Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups, vegna málsins vísaði hún til umsagnar embættisins um málið frá 2018. Í því áliti vakti biskup athygli á að fram að þessu hefði hér á landi verið litið á „það að taka líf manns eða að flýta fyrir dauða manns sé glæpsamlegt athæfi“ og lífið sé gjöf sem beri að varðveita.

Biskup tók undir að þörf væri fyrir umræðu um málefni er tengjast lífslokum og taldi gagnlegt fyrir samfélagið að slík umræða eigi sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi