fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Helgarspáin: Sólin í helgarfrí en milt og gott útivistarveður

Heimir Hannesson
Föstudaginn 5. júní 2020 11:07

Sundlaugin á Hvolsvelli mynd/sundlaugar.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem sólin ætli í helgarfrí þessa helgina og leyfa skýjunum að taka við. Þykkt yfir landinu öllu og um og yfir 10 stiga hiti. Fínt veður til hverskyns útivistar þó sólin skíni ekki, enda lítill vindur og þurrt á landinu öllu. Hlýjast á suðurströndinni alla helgina og ef til vill tilvalin helgi til að prófa nýja golfvelli á Suðurlandinu eða skella sér í rauðu rennibrautina í sundlauginni á Hvolsvelli.

Á mánudag er væta í kortunum. Myndarlegur úrkomubakki stefnir að okkur að suðvestan og virðist ætla að banka á dyr höfuðborgarbúa á sunnudagskvöld. Sá bakki færir sig svo yfir landsmenn alla á mánudag.

Í stuttu máli:

Laugardagur: Fínt veður, um 10-12 gráður, logn svo að segja og þurrt. Lognið mun þó hreyfast aðeins hraðar á Austurlandi og uppsveitum Árnessýslu. Hlýjast á Suðurlandi eða um 15 gráður. Fer að blása á Snæfellsnesinu um kvöldið.

Sunnudagur: Hangir þurr fram að kvöldmat, logn og þurrt. Hlýjast meðfram suðurströndinni. Fer að blása og blotna um kvöldmatarleytið suðvestantil.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi