fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Tvö hinna látnu félagsfólk Eflingar – Ég er harmi lostin

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 30. júní 2020 10:16

Fjöldi fólks hefur lagt blómvendi og kveikt á kertum við Bræðraborgarstíg 1 þar sem þrír létust í bruna. Mynd/Heimir Hannesson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efling – stéttarfélag sendir dýpstu samúðarkveðjur til aðstandenda þeirra sem létu lífið í brunanum á Bræðraborgarstíg 1 þann 25. júní síðastliðinn. Jafnframt sendir félagið bataóskir til þeirra sem urðu fyrir tjóni og áfalli vegna brunans.

Staðfest er að tvö af þeim þremur sem létust í brunanum voru félagsmenn í Eflingu, verkafólk af erlendum uppruna sem komu hingað til lands til að vinna verkamannastörf. „Hingað komin lentu þau í gildru einstaklings sem leigði þeim hættulegt húsnæði í óboðlegu umhverfi.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Eflingu.

Efling hafði lengi gagnrýnt aðbúnað fólks sem bjó að Bræðraborgarstíg 1. Mynd/Sigtryggur Ari

Misbeiting, rugl og ógeð

„Ég er harmi lostin. Í starfi mínu síðustu tvö ár hef ég á hverjum einasta degi heyrt um launaþjófnað, arðrán, misbeitingu, rugl og ógeð. „Besti vinnumarkaður í heimi“ er ekkert nema martröð fyrir mörg af okkar aðfluttu félögum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. „Ég krefst þess að við hættum að þola skeytingarleysi þeirra sem völdin hafa yfir lífsskilyrðum félaga okkar sem þurfa mest af öllum á því að gengið verði í að bæta þeirra kjör og aðstæður. Hinn hræðilegi harmleikur verður að hafa raunverulegar afleiðingar. Ég hef engin orð til að lýsa Íslandi ef að það gerist ekki,“ segir hún.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er harmi slegin vegna málsins.

Einnig kom eftirfarandi fram í yfirlýsingu Eflingar:

Niðurstöðu úr rannsókn lögreglu er beðið, en Efling getur þó ekki annað en sett brunann í samhengi við þá meðferð sem aðflutt vinnuafl verður fyrir á Íslandi. Enginn skortur hefur verið á ábendingum um lögleysu og vanrækslu þegar kemur að stöðu erlends verkafólks á Íslandi. Á það bæði við réttindi á vinnumarkaði og húsnæðisaðbúnað.

Skrifað var ítarlega um ástand eignarinnar á Bræðraborgarstíg í Stundinni fyrir fimm árum síðan. Stundin fjallaði einnig um búsetu fjölda fólks, þar á meðal barna, í iðnaðarhúsnæði í janúar 2019. Kveikur á RÚV fjallaði um líf fátækra, m.a. í iðnaðarhúsnæði, í mars 2020. Kveikur fjallaði þar áður um brot gegn réttindum erlends verkafólks sem þrífast undir hatti starfsmannaleiga í október 2018.

Efling setti óeðlilegt samspil húsaleigukjara og ráðningarsambands á dagskrá í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins veturinn 2018-2019. Auk þess var sett fram skýr krafa um stórhertar refsi- og sektarheimildir gegn kjarasamningsbrotum. Lendingin varð sú að ríkisstjórnin setti fram mörg loforð um úrbætur á vinnumarkaðslöggjöfinni og hert viðurlög í skjalinu „Stuðningur stjórnvalda við lífskjarasamninga“ (sjá liði 22, 25 og 26). Efndir á þessum loforðum hafa enn ekki sést og samkvæmt upplýsingum Eflingar frá ASÍ standa Samtök atvinnulífsins einörð gegn þeim.

Efling krefst þess að félagsmálaráðherra og ríkisstjórnin efni tafarlaust loforð um hertar aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði, þar með talið loforð um sektarheimildir vegna kjarasamningsbrota og önnur viðurlög.

Efling krefst þess að allar stofnanir hins opinbera sem fara með eftirlit varðandi öryggi og heilsu borgaranna sýni tilætlaða árvekni og taki eðlilegt frumkvæði að íhlutun þegar við á, en sýni ekki af sér vanrækslu og sinnuleysi þegar láglaunafólk eða fólk af erlendum uppruna á í hlut.

Efling krefst þess að borin sé eðlileg virðing fyrir lífi, heilsu og öryggi alls verkafólks og að bundinn verði endir á kerfisbundna mismunun gegn verkafólki af erlendum uppruna.

Efling minnir á að öll þjónusta félagsins stendur fórnarlömbum brunans sem eru í Eflingu opin.

Yfirlýsing Eflingar á pólsku er aðgengileg hér.

„Związek zawodowy Efling pragnie złożyć najszczersze kondolencje rodzinom ofiar tragedii, która miała miejsce 25 czerwca, w budynku przy ul. Bræðraborgarstígur 1. Łączymy się w bólu ze wszystkimi osobami, które znały ofiary pożaru. Jednocześnie życzymy szybkiego powrotu do zdrowia pozostałym mieszkańcom budynku, którzy uszli z życiem tego feralnego popołudnia.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi