fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Umferðarslys á Vesturlandsvegi – Lokað fyrir umferð um Kjalarnes

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. júní 2020 15:40

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umferðarslys varð á Vesturlandsvegi fyrir stundu. Mikill fjöldi viðbragðsaðila er á vettvangi og á leið á vettvang. Lokað hefur verið fyrir umferð um Vesturlandsveg á Kjalarnesi og einnig eru Hvalfjarðargöng lokuð.

Vesturlandsvegur er lokaður til norðurs við Þingvallaveg. Vísir.is segir að einn bílanna, sem lenti í slysinu, hafi verið með vagn í drætti. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gat ekki upplýst hversu margir bílar hafi lent í slysinu.

Þrír sjúkrabílar og tveir dælubílar voru sendir á vettvang auk lögreglu.

Vegagerðin segir á Twitter að löng lokun verði vegna slyssins. RÚV segir að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi lent sunnan megin við Hvalfjarðargöngin á fjórða tímanum.

Uppfært klukkan 15:55. Þær upplýsingar voru að berast frá lögreglunni að Hvalfjarðargöng verði opnuð eftir augnablik og verði síðan notast við eftirfarandi hjáleið: Beygt til vinstri þegar komið er út úr göngunum, áleiðis Hvalfjarðarveg og síðan yfir Kjósarskarð og síðan Þingvallaleið.

Uppfært klukkan 16:01. Fréttablaðið segir að einn hafi verið fluttur með þyrlu á slysadeild Landspítalans. Viðkomandi mun hafa verið á leið til Reykjavíkur með sjúkrabíl sem komst ekki áfram vegna lokana og umferðarteppu og var þyrlan því send eftir honum.

Uppfært klukkan 16:20. Þrír verða fluttir á slysadeild með sjúkrabílum. Vísir.is skýrir frá þessu.

Uppfært klukkan 16:35. Þrír hafa verið fluttir á slysadeild. Húsbíll og tvö mótorhjól skullu saman.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi