fbpx
Mánudagur 06.júlí 2020
Fréttir

Sendiráðsmaðurinn grunaður um íkveikju og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald

Heimir Hannesson
Föstudaginn 26. júní 2020 18:13

Maðurinn var íbúi hússins og er grunaður um að hafa valdið eldsvoðanum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á sjötugsaldri var nú síðdegis úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa valdið brunanum í gær sem kostaði þrjú mannslíf. Fjórði maðurinn er á gjörgæslu. Þetta kom fram á blaðamannafundi vegna brunans á Bræðraborgarstíg í gær. Fyrir svörum sátu Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri og Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn.

Kl 15:15 barst neyðarlínu tilkynning um eld í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Á sömu mínútu barst lögreglu símtal frá rússneska sendiráðinu um mann í annarlegu ástandi sem lét ófriðlega við hús sendiráðsins við Garðastræti. Birti Fréttablaðið myndband af handtökunni í gær. DV sagði fyrst frá tengslum mannsins við brunann, en það hefur ekki fengist staðfest fyrr en nú þar sem lögregla, sendiráð Rússlands og utanríkisráðuneytið höfðu fram að þessu neitað að tjá sig um tengslin.

Sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson að fljótlega hafi komið upp grunur um að maðurinn hafði tengsl við brunann. Kom jafnframt í ljós að maðurinn væri íbúi hússins. Fyrstu niðurstöður rannsóknar lögreglu á vettvangi brunans benda til þess að eldurinn hafi verið af mannavöldum og komið upp við vistarverur mannsins.

Aðrir tveir voru handteknir á vettvangi brunans í gær er þeir gerðu tilraun til þess að hlaupa inn í brennandi bygginguna. Var þar um að ræða íbúa hússins sem ætluðu sér að sækja persónulega muni af neðstu hæð hússins. Þeim var sleppt að skýrslutöku lokinni.

Allt tiltækt lið lögreglu, sérsveitar og slökkviliðs hafi strax og tilkynning barst verið kölluð á hæsta forgangi á vettvang sem reyndist strax erfiður viðureignar. Fimm einstaklingar sáust á efstu hæð hússins sem þá var alelda. Tveir þeirra stukku út og þeim þriðja var bjargað með stiga sem reistur var við húsið. Ekki var hægt að segja til um afdrif hinna tveggja fyrr en á 7. og 9. tímanum í gærkvöldi þegar slökkviliðsmenn fundu mennina í logandi húsinu. Þeir voru þá báðir látnir. Tveir liggja enn á landspítalanum, annar þeirra á gjörgæslu en hinn á almennri deild. Þriðji maðurinn sem farið var með á sjúkrahús í gær útskrifaðist þaðan í gærkvöldi.

Erfiður dagur og nótt hjá viðbragðsaðilum

Ekki hefur verið hægt að bera kennsl á þá látnu enn sem komið er og hafa kennslanefnd og alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra það verkefni á sínum herðum. Í kennslanefnd sitja tveir lögregluþjónar, einn réttarmeinafræðingur og einn tannlæknir.

Jón Viðar sagði að dagurinn í dag hjá lögreglu og slökkviliði hafi að eitthverju leyti farið í að huga að sínu fólki eftir þungan gærdag og erfiða nótt. Þakkaði hann sérstaklega hjálpsömum borgurum sem komu samborgurum sínum til aðstoðar í gær og starfi Rauða krossins, sem veitti þeim sem á þurftu aðstoð á vettvangi brunans í gær.

Ekki kom fram á hvaða grundvelli maðurinn var dæmdur í gæsluvarðhald, en fastlega má gera ráð fyrir að það hafi verið vegna rannsóknarhagsmuna enda málið rannsakað sem sakamál, að sögn Ásgeirs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Banaslysið á Kjalarnesi – Ótækt að Vegagerðin rannsaki sjálfa sig

Banaslysið á Kjalarnesi – Ótækt að Vegagerðin rannsaki sjálfa sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla í átökum við mann vopnaðan hnífi

Lögregla í átökum við mann vopnaðan hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engar breytingar á samkomubanni næstu þrjár vikurnar

Engar breytingar á samkomubanni næstu þrjár vikurnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur herðir reglur- Íslendingar þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins

Þórólfur herðir reglur- Íslendingar þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýr sjóður vegna pakkaferða tekur fljótlega til starfa – Tryggja þarf að peningarnir fara ekki í annað en þeim er ætlað

Nýr sjóður vegna pakkaferða tekur fljótlega til starfa – Tryggja þarf að peningarnir fara ekki í annað en þeim er ætlað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan lýsir eftir Maríu Ósk

Lögreglan lýsir eftir Maríu Ósk
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eins árs barn greint með Covid-19 í gær

Eins árs barn greint með Covid-19 í gær
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þröstur dæmdur í fangelsi fyrir hrottafulla nauðgun

Þröstur dæmdur í fangelsi fyrir hrottafulla nauðgun