fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Fréttir

Mikil ánægja sögð ríkja með Steinunni á Akranesi: „Fyrri skólameistari gat ekki klárað þetta á fimm árum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 4. apríl 2020 10:22

Steinunn Inga Óttarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum DV ríkir mikil ánægja með nýjan skólameistara Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi (FVA), Steinunni Ingu Óttarsdóttur, sem skipuð var í embættið frá og með síðustu áramótum. Miklar deilar höfðu geisað um fráfarandi skólameistara, Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, og skrifaði mikill meirihluti kennara undir vantraustsyfirlýsingu á hana sem afhent var menntamálaráðherra.

Nýjasta ánægjuefnið varðandi Steinunni er undirritun stofnanasamnings milli FVA og ríkisins en kennarar höfðu barist fyrir þessum samningi árum saman. Í frétt á vefsíðu FVA segir um þetta:

„Stofnanasamningur var loksins undirritaður í FVA þann 11. mars sl. eftir áralangt þóf. Í stofnanasamningnum eru lagðar faglegar áherslur næstu ára og félagsmönnum KÍ raðað til launa en síðan er greitt skv. launatöflu sem fylgir miðlægum kjarasamningi. Samstarfsnefnd er sátt við samninginn og hafa kennara FVA samþykkt hann í atkvæðagreiðslu.“

Samningurinn felur í sér grunnhækkun á alla kennara, eingreiðslu og að einni starfsaldurshækkun er bætt við þær sem fyrir voru.

„Þetta var einn ásteytingarsteinninn“

„Ég held að það megi fullyrða að starfsfólk skólans sé hæstánægt með nýjan skólameistara. Þessi samningur var einn ásteytingarsteinninn milli kennarahópsins og fyrri skólameistara. Fyrri skólameistari gat ekki klárað þetta á fimm árum,“ segir heimildarmaður DV í fréttaflutningi af málefnum FVA.

Meðal annarra deilumála milli fyrrverandi skólameistara og starfsfólks skólans var að hún sagði upp aðstoðarskólameistara án þess að fylgja réttum verkferlum, uppsögnin var dæmd ólögleg og ríkið þurfti að greiða fimm milljónir í skaðabætur og málskostnað. Einnig var hún gagnrýnd fyrir að segja upp sjö ræstingakonum fljótlega eftir að hún tók við embætti.

Menntamálaráðherra ákvað síðasta sumar að auglýsa embættið laust til umsóknar. Ágústa Elín Ingþórsdóttir kærði þá ákvörðun þar sem hún taldi sér ekki hafa verið tilkynnt um hana innan tilskilins tíma og hún væri því sjálfkrafa endurráðinn skólameistari frá síðustu áramótum til fimm ára. Ágústa tapaði því máli.

Sjá einnig:

Átök á Akranesi – Erfiðleikar og óánægja í Fjölbrautaskóla Vesturlands

Kennarar við FVA hafa afhent ráðherra vantraustsyfirlýsingu á skólameistara

Skólameistari FVA tapaði máli gegn ríkinu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

2,5 milljón króna verðlaun í stærsta hakkaþoni Íslandssögunnar

2,5 milljón króna verðlaun í stærsta hakkaþoni Íslandssögunnar
Fréttir
Í gær

Wei Li var með ófalsaða mynt

Wei Li var með ófalsaða mynt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hótel Saga bregst við aðstæðum: Hyggjast bjóða háskólanemum að leigja herbergi

Hótel Saga bregst við aðstæðum: Hyggjast bjóða háskólanemum að leigja herbergi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingimar ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti – Hefur sett tvær starfsmannaleigur á hausinn

Ingimar ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti – Hefur sett tvær starfsmannaleigur á hausinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neyðarlínan kölluð á teppið – „Almenningur á skilið að það sé hlustað og brugðist við“

Neyðarlínan kölluð á teppið – „Almenningur á skilið að það sé hlustað og brugðist við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti í netheimum eftir Kastljóssviðtalið við Kára

Allt á suðupunkti í netheimum eftir Kastljóssviðtalið við Kára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári reiður út í Svandísi: „Afskaplega hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“

Kári reiður út í Svandísi: „Afskaplega hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meintur barnaníðingur liðlega tvítugur – Níðingar á öllum aldri segir sérfræðingur

Meintur barnaníðingur liðlega tvítugur – Níðingar á öllum aldri segir sérfræðingur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýtt smit á Íslandi

Nýtt smit á Íslandi