fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Íslenskur karlmaður með heilsukvíða: „Svona hlutir halda mér gjörsamlega í gíslingu þessa dagana“

Auður Ösp
Laugardaginn 28. mars 2020 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tímum COVID-19 faraldursins forðast Íslendingar snertingu í lengstu lög og sprittbrúsar, hlífðarhanskar og andlitsgrímur eru staðalbúnaður. Kórónuveiran ægilega heldur öllum í heljargreipum. En fyrir suma er þessi hræðsla ekki ný af nálinni. Heilsukvíði hrjáir um fimm prósent fólks og tvö til þrjú prósent fólks eru haldin áráttu- og þráhyggjuröskun, sem í mörgum tilfellum felur í sér gífurlegan ótta við sýkla.

Hvernig leggst COVID-19 faraldurinn á þá sem eru alla jafna helteknir af áleitnum hugsunum, ótta og kvíða sem snýr að heilsunni?

Í nýjasta helgarblaði DV er fjallað um kvíða og áráttu á tímum Covid-19 faraldursins. Rætt er við Íslendinga sem eru greindir með heilsukvíða eða áráttu og þráhyggjuröskun. Hér fyrir neðan birtist brot úr umfjölluninni.

Fer varla út úr húsi

„Ég er mun stressaðri en vanalega og ekki bara um að ég smitist af þessu heldur er ég líka mjög hræddur við að smita aðra. Ég vinn með öldruðu fötluðu fólki sem má alls ekki smitast og ég er skíthræddur við að til dæmis snerta vitlausan stað í matvörubúð og að sótthreinsandi sprittið virki ekki, sem verði til þess að ég komi í vinnuna og smiti einhvern sem gæti þá ekki lifað veikindin af. Svona hlutir halda mér gjörsamlega í gíslingu þessa dagana. Ég veit alveg að þetta er órökrétt. Ég fer hanskaklæddur í búðina, passa hvað ég snerti og sótthreinsa meira að segja hanskana áður en ég fer aftur úr þeim en engu að síður er tilfinningin eins og að ganga á línu yfir virkt eldfjall,“ segir maðurinn sem rætt var við í byrjun.

„Ég á erfitt með að vera innan um fólk sem er veikt án þess að ég finni strax fyrir sömu einkennum. Þetta hefur oft orðið til þess ég verð mikið „veikur“ án þess að vera í raun veikur. Þá nær hausinn minn samt að framkalla einkennin og í ofanálag verð ég mjög kvíðinn yfir því að ég skuli vera veikur og á sama tíma að þetta sé bara ímyndun. Sem er virkilega íþyngjandi og óþægilegt ástand. Heilsukvíði hefur ekki áhrif á mig dagsdaglega, en á tímum eins og þessum þá eru áhrifin frekar mikil.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga