fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Íslenskir menntaskólanemar þurftu að snúa frá Ítalíu vegna Kórónaveirunnar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. febrúar 2020 11:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur af nemendum og kennurum á vegum Flensborgarskólans í Hafnarfirði snéri við vegna COVID-19 veirunnar á Luton-flugvellinum í London í gær. RÚV greinir frá þessu.

Hópurinn samanstóð af sex nemendum og tveimur kennurum en hópurinn var á leið til Ítalíu til að taka þátt í alþjóðlegu verkefni á vegum Erasmus. Hólmríður Sigþórsdóttir, líffræðikennari og fararstjóri hópsins, sagði í samtali við RÚV að í Leifsstöð hafi það verið ákveðið, í samráði við Embætti landlæknis, Utanríkisráðuneyti og Erasmus, að halda af stað í ferðina.

Forsvarsmenn verkefnisins á Ítalíu ákváðu hins vegar að aflýsa verkefninu á meðan hópurinn var í loftinu á leið til Bretlands. Hópurinn þurfti því að snúa við til Íslands.

Hólmfríður gerir ráð fyrir því að hópurinn komi til Íslands í dag. Hún segir það vera svekkjandi að þetta sé raunin en hópurinn sýnir þessum aðstæðum þó skilning. Óljóst er hvort og hvernig samgangi á milli landanna verður háttað og því er framhald verkefnisins í óvissu.

Þegar þetta er skrifað eru 215 smitaðir af COVID-19 veirunni á Ítalíu og af þeim hafa 4 látist en 2 hafa náð sér. Hvergi eru fleiri smitaðir utan Asíu en í Ítalíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi