fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Bjarni hefur sínar efasemdir um nýjar höfuðstöðvar Landsbankans

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 13:20

Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef mínar efasemdir um að nauðsynlegt sé að byggja höfuðstöðvar á þessum stað,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins sem hefur verið gagnrýninn á byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Hafnartorg, steig þá í pontu og spurði Bjarna hvers vegna bygging nýrra höfuðstöðva hafi aldrei verið samþykkt af eiganda bankans og hvers vegna málið hafi ekki verið borið undir hluthafafund.

Málið hefur verið talsvert í deiglunni að undanförnu, en á dögunum var greint frá því að framkvæmdin væri þegar komin 1,8 milljörðum króna fram úr áætlun.

Birgir benti á að Bankasýsla ríkisins fari með hlut ríkisins í bankanum og samkvæmt lögum geti ráðherra beint tilmælum til hennar um tiltekin mál. Það hafi til dæmis gerst þegar laun bankastjóra ríkisbankanna voru lækkuð. „Bankasýslan sat alla aðalfundi bankans og vissi vel af fyrirhuguðu stórhýsi. Hæstv. ráðherra var því ekkert til fyrirstöðu að beina þeim tilmælum til Bankasýslunnar að láta stjórn bankans falla frá byggingunni?“

Bjarni sagði að margar rangfærslur væru í ræðu Birgis. Hann benti þó að hann héldi ekki á hlutabréfum heldur væru þau í Bankasýslunni sem hefði ákveðið fyrirkomulag við val á stjórnum.

„Stjórn Landsbankans er sjálfstæð, hún sækir umboð sitt ekki til Bankasýslunnar heldur til aðalfundarins og tekur ekki fyrirmælum frá Bankasýslunni heldur starfar sjálfstætt sem stjórn þessa fyrirtækis á grundvelli laga og reglna sem bankinn sjálfur hefur sett sér.“

Þá kveðst hann hafa efasemdir um að bankanum hafi borið að leita samþykkis á aðalfundi. „En hitt er síðan annað mál að það kann að vera svo að fjármálaráðherra geti sent ýmiss konar tilmæli til Bankasýslunnar um hitt og þetta, t.d. gerðum við það á sínum tíma, eins og rakið var, að við lögðum áherslu á það við öll ríkisfyrirtæki, ekki bara fjármálafyrirtæki, Bankasýsluna eins og öll önnur fyrirtæki í eigu ríkisins, að menn gættu hófs við launaákvarðanir forstjóra og tækju mið af þeirri stefnumörkun sem myndaðist við kjarasamningagerð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi