fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Marinó slátrar nýjum höfuðstöðvum Landsbankans og segir þær hrópandi bruðl og hégóma – „Minnisvarði um stórmennskuæði stjórnenda“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 11:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marinó G. Njálsson, tölvunarfræðingur, samfélagsrýnir og fyrrverandi stjórnarmeðlimur í Hagsmunasamtökum heimilanna, segir að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, sem er í eigu ríkisins, séu hrópandi bruðl og líklega verði það dýrasta vinnuaðstaða landsins. Hann segir þetta helst sýna stórmennskuæði stjórnenda bankans. Á dögunum var greint frá því að áætlaður kostnaður höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn, sem telja á um 16.500 fermetra á dýrustu lóð landsins, er nú kominn upp í 11,8 milljarða króna.

Marinó fer yfir málið lið fyrir lið. „Landsbankinn ætlar að vera um 24 ár að borga upp nýjar rándýrar höfuðstöðvar með sparnaðinum af flutningunum. Ef ég kæmi í bankann og bæði um lán á þessum forsendum, myndi áhættustýring bankans og lánanefnd örugglega hafna beiðninni, þar sem forsendur væru óljósar og óvissuþættir um framtíðina væru of margir,“ segir Marinó.

Gætu vel verið í ódýru húsnæði

Hann bendir á að kostnaður á hvert vinnupláss sé tæplega 20 milljónir króna. „Áhugavert er að sjá í frétt um málið, að bankinn segist vera með 670 starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu sem muni vinna í nýju höfuðstöðvunum. Miðað við 11,8 ma.kr. byggingarkostnað, þá þýðir það að hvert vinnupláss mun kosta að jafnaði 17,6 m.kr. og síðan þarf að taka tillit til innrileigu vegna fjármagnskostnaðar, afskrifta, viðhalds og reksturs hvers vinnupláss. Kæmi mér ekki á óvart að þetta væru dýrustu vinnupláss í þjónustustarfsemi á Íslandi,“ segir Marinó.

Hann segir að þetta starfsfólk hefði hæglega getað starfað í talsvert ódýrara húsnæði. „Ég yrði síðan hissa ef 500 af þessum starfsmönnum muni nokkru sinni horfa í augun á viðskiptavini og því skiptir engu máli hvort viðkomandi er með starfsaðstöðu í 17,6 m.kr. vinnuplássi við höfnina í Reykjavík, í einhverju útibúi bankans á landsbyggðinni, eða í ódýru skrifstofuhúsnæði annars staðar á Reykjavíkursvæðinu. Þetta seinna tvennt væri ekki eins mikill glamúr, en sýndi þá ráðdeild í rekstri sem ætlast er til af banka,“ segir Marinó.

Þjóðin borgar

Hann segir bankann einfaldlega sjálftökustofnun. „Nei, alveg rétt. Það er ekki ætlast til ráðdeildar í rekstri banka á Íslandi. Vitleysa er þetta í mér. Saga íslenskra banka sýnir, að þeir halda að þeir séu svo mikilvægar stofnanir, að þeir eigi að sólunda fé. Eyða því í óþarfa eins og að reisa sér minnisvarða. Taka áhættu í rekstri og blóðmjólka viðskiptavinina. Þetta eru nefnilega sjálftökustofnanir, sem geta gert það sem þeim sýnist, vegna þess að fari eitthvað úrskeiðis, þá útvega stjórnvöld þeim bara nýja kennitölu og viðskiptavinurinn borgar. Sumir hafa að vísu lært af reynslunni, en það hafa stjórnendur Landsbankans ekki gert,“ segir Marinó.

Hann segir að lokum muni þjóðin að sjálfsögðu borga: „Er ekki nóg, að við höfnina sé einn minnisvarði um stórmennskuæði stjórnenda Landsbanka Íslands sem síðar fékk nafnið Landsbankinn? Muniði eftir þessu?

„Jafn­framt hef­ur Port­us ákveðið að kaupa all­an bygg­ing­ar­rétt á bygg­ing­areitn­um fyr­ir versl­un, þjón­ustu og íbúðir og verður vænt­an­lega stofnað sér­stakt fé­lag um þá upp­bygg­ingu. Þetta fé­lag mun vera ábyrgt fyr­ir því að fimm stjörnu alþjóðlegt hót­el rísi við hlið tón­list­ar­húss­ins og ráðstefnumiðstöðvar­inn­ar og mun jafn­framt eiga að hluta eða öllu leyti öll önn­ur hús og bíla­geymsl­ur á reitn­um.“

Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbanka Íslands, ætlaði að redda fjármögnun fyrir framkvæmdirnar, en við vitum öllu hvernig það endaði. Þjóðin borgaði og Reykvíkingar fengu sérstakan reikning. Nú ætlar nýja kennitalan að reisa sér monthús á einni dýrustu lóð landsins og að sjálfsögðu er það þjóðin sem borgar, því þjóðin á bankann.“

Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans hafa verið töluvert í deiglunni að undanförnu, en til stendur að leigja eða selja 40 prósent af því plássi sem er í byggingu. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að bankinn geri ekki ráð fyrir að leigja eða selja með hagnaði þann hluta sem bankinn mun ekki nota fyrir starfsemina. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur sagt að því fylgi hagræði að flytja bankann undir eitt þak. Árlegur sparnaður nemi um 500 milljónum, meðal annars vegna lækkunar húsaleigu og kostnaðar við rekstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi