fbpx
Fimmtudagur 02.apríl 2020
Fréttir

Hitti Anton Helgi morðingja Olofs Palme? – „Ég hef aldrei losnað við óhugnaðinn sem gróf um sig innra með mér“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef aldrei losnað við óhugnaðinn sem gróf um sig innra með mér þennan vetur. Það eru til undarlegir menn sem ganga um á meðal okkar með skotvopn innan klæða,“ segir skáldið Anton Helgi Jónsson í nýrri FB-færslu um morðið á Olof Palme. Olof Palme var skotinn til bana þann 28. febrúar árið 1986, er hann var á heimleið úr kvikmyndahúsi í Stokkhólmi. Málið er enn óupplýst en nýlega bárust fregnir um að lögregla væri komin á sporið og jafnvel væri von á handtöku í málinu innan skamms.

Anton Helgi bjó í Stokkhólmi á þessum tíma og skömmu fyrir morðið varð hann vitni að nokkru sem varð til þess að hann hafði samband við lögregluna og færði þeim vísbendingu. Anton Helgi skrifar:

Ég bjó í Stokkhólmi veturinn 1986 og þótt ég hefði verið heima kvöldið sem Palme var myrtur hringdi ég til lögreglunnar þegar óskað var eftir upplýsingum frá almenningi. Þetta rifjast upp fyrir mér núna þegar fréttir greina frá því að saksóknari þar ytra hafi boðað lausn á morðgátunni eftir öll þessi ár og ætli að upplýsa málið á næstu mánuðum. Það skyldi þó ekki vera að lögreglan hafi loksins farið að rannsaka það sem ég hafði fram að færa?

Anton Helgi segir síðan frá atviki sem lengi hefur setið í honum en hann rakst á mann í neðanjarðarlest sem sýndi af sér ógnvekjandi hegðun:

Nokkru áður en morðið átti sér stað sat ég í jarðlestarvagni ásamt félaga mínum. Þetta var seint um kvöld og fáir í vagninum en á einni stöð kom inn maður sem hlammaði sér niður í básinn hjá okkur og vildi endilega spjalla. Mér fannst strax eitthvað undarlegt við hann en félagi minn sem var á stuttri ferð til útlanda tjattaði við hann á dönskuskotinni sænsku. Maðurinn gaf í skyn að hann væri lögreglumaður og veifaði einhverjum skilríkjum. Þá þóttumst við félagarnir báðir skilja að hann væri eitthvað undarlegur og vorum sjálfsagt tortryggnir á svip því maðurinn bætti um betur, hélt út jakkanum og sýndi inn á sig. Þar gat að líta stóra skammbyssu. Þegar við sáum hana nennti hvorugur okkar að tala við manninn lengur og til allrar hamingju hafði hann sig út á næstu brautarstöð. Okkur fannst þetta óþægileg lífsreynsla en fátt var um hana að segja að sinni, félagi minn flaug heim til Íslands daginn eftir, en ég var áfram í Stokkhólmi.

Sá mynd af manninum í blöðunum

Skömmu eftir þetta atvik var Olof Palme myrtur og mynd af morðingjanum sem teiknuð var eftir lýsingu vitna var óþægilega lík manninum sem Anton Helgi hafði séð í lestinni:

Síðan gerist það stuttu seinna að Palme var myrtur. Fljótlega eftir morðið var birt mynd af hugsanlegum morðingja teiknuð samkvæmt lýsingum vitna á morðstaðnum. Þessi mynd birtist í öllum blöðum og ég hrökk í kút þegar ég sá hana því þarna fannst mér lifandi kominn maðurinn sem sýndi okkur félögunum byssu í jarðlestinni. Ég hafði samband við lögregluna og gaf einhverja skýrslu um manninn símleiðis en hef svo ekkert heyrt.

Síbrotamaðurinn Christer Petterson (sjá mynd með fréttinni) var sakfelldur árið 1989 fyrir morðið á Olof Palme. Þeim dómi var síðan snúið við og Petterson sýknaður. Morðvopnið sem notað var til að myrða Olof Palme fannst aldrei en Petterson hafði upphaflega verið ákærður vegna sakbendingar þar sem Lisbet Palme, ekkja Olafs, benti á hann. Áfrýjunarétturinn taldi sakbendinguna vafasama og bar einnig við skorti á sönnungargögnum, t.d. morðvopni. Petterson lést árið 2004.

DV hafði samband við Anton Helga eftir lestur FB-færslu hans og spurði hvort maðurinn sem hann sá í lestinni hafði verið Petterson. Anton Helgi telur svo ekki vera. Hann sagði við DV:

„Nei. Örugglega ekki. Eins og ég nefni þarna í einhverjum þráðum neðar þá gaf hann í skyn að hann hefði verið að koma frá því að vakta Palme í Gamla stand, væri einhvers konar öryggislögga. Trúlega var þetta veikur maður. Mjög undarlegur var hann að minnsta kosti.“

Hægt er að lesa umræður um málið á FB-síðu Antons Helga með því að smella hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Samkomubannið verður að minnsta kosti út apríl

Samkomubannið verður að minnsta kosti út apríl
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jói er látinn: „Hann var hetjan mín“

Jói er látinn: „Hann var hetjan mín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfir 100 sagt upp hjá Isavia

Yfir 100 sagt upp hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur þakklátur Helga Björns – „Ég þori ekki að segja Helgi Eff Björns…“

Þórólfur þakklátur Helga Björns – „Ég þori ekki að segja Helgi Eff Björns…“