fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Margir minnast Karls Berndsen: „Nú er hann far­inn, allt of snemma“ – „Hann gafst aldrei upp“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl K. Berndsen, eða Kalli Berndsen eins og hann var oftast kallaður, lést 28. janúar síðastliðinn, 55 ára að aldri. Í Morgunblaðinu í dag minnast margir Kalla.

Hendrik Berndsen, frændi Kalla minnist frænda síns með hlýjum orðum. „Við sem ætluðum að leika okk­ur og hafa það gott í ell­inni. Minn­ing­arn­ar um þig eru bara skemmti­leg­ar og fal­leg­ar. Þær fyrstu hjá afa og ömmu á Karls­skála. Ferðalög þegar við vor­um litl­ir gutt­ar. Útil­eg­urn­ar á unglings­ár­um, veiðit­úr­arn­ir og sum­ar­bú­staður­inn á Þing­völl­um og fyrsta ut­an­lands­ferðin okk­ar, Rhodos 1984.“ Hann segist vera þakklátur fyrir það að hafa verið viðstaddur þegar frændi hans kvaddi í faðmi fjölskyldunnar.

Frænka Kalla segir margar minningar hafa rifjast upp um hann. „Þar sem þú varst þar var gleði og mikið hlegið, ég sé þig fyr­ir mér með systr­un­um sem farn­ar eru og pabbi þinn hef­ur um­vafið þig, það er víst. Minn­ing­ar um þig sem munu hlýja mér og okk­ur öll­um um góðan og traust­an vin sem alltaf var til­bú­inn að gera allt fyr­ir mann. Nú ert þú laus við allra fjötra og líður vel í faðmi allra engl­anna okk­ar.“

Kalli bjó og starfaði í London um tíma en þar var hann hluti af samfélagi íslenskra listamanna sem þar voru. Steindóra og Elín voru einnig hluti af þessum hópi og eiga þær góðar minningar um vin sinn. „Þegar hlé var á milli verk­efna vor­um við vin­kon­urn­ar fljót­ar að mæta í eld­húsið á Ful­ham Road í kaffi, lit og klipp­ingu. Þar var alltaf mikið hlegið enda var Kalli með ein­dæm­um skemmti­leg­ur maður sem gerði óspart grín að sjálf­um sér og sá alltaf spaugi­legu hliðina á líf­inu og til­ver­unni.“

„Nú er hann far­inn, allt of snemma,“ segja þær þá. „Eft­ir sit­ur minn­ing um ein­stak­lega góðan dreng sem litaði um­hverfi sitt með fág­un og list­fengi og fékk mann ávallt til að gleðjast og gant­ast með sinni frá­bærri kímni­gáfu. Við kveðjum Kalla með söknuði, virðingu og þökk í hjarta fyr­ir all­ar skemmti­legu sam­veru­stund­irn­ar. “

Elsa Haraldsdóttir, hárgreiðslumeistarinn sem kenndi Kalla, minnist hans einnig. „Hann var snill­ing­ur í umbreyt­ingu; bjó til, skapaði heild­ar­út­lit þar sem snyrt­ing, hár og fatnaður umbreytti kon­unni al­gjör­lega. Hug­sjón­in var kom­in og þætt­irn­ir í sjón­varp­inu báru af. Oft sagði ég við hann: Ekki gera meira, þú ert best­ur í þessu, en hann brann fyr­ir að hanna hár­greiðslu­stofu sem væri á heims­mæli­kv­arða og hannaði fal­leg­ustu stofu lands­ins á Höfðatorgi. Tím­inn flaug og allt í einu stoppaði allt! Kalli, þessi fal­legi og hug­mynda­ríki dreng­ur, varð óvinnu­fær. Jafnaðargeðið sem Kalli sýndi öll þessi ár í veik­ind­un­um var ein­stakt en hann gafst aldrei upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi