fbpx
Laugardagur 26.september 2020
Fréttir

Ævintýraferð roskins Þjóðverja og miðaldra Rúmena á smábíl endaði með sjö ára fangelsisdómi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 10. febrúar 2020 14:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir félagar Heinz Bernard Sommer frá Þýskalandi og Victor-Sorin Epifanov frá Rúmeníu sitja núna á Litla-Hrauni eftir viðburðaríka ferð til Íslands þar sem ekið var á klassískum smábíl, Austin Mini Cooper, frá Danmörku til Þýskalands, og þaðan lá leiðin til Íslands. Voru þeir sakfelldir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Heinz er fæddur árið 1955 og er því á 65. aldursári. Victor er tæplega 52 ára. Báðir voru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þeim var gefið að sök að hafa staðið saman að innflutningi til Íslands á hátt í 40 kílóum af amfetamíni og 5 kílóum af kókaíni. Efnin eru sögð hafa verið ætluð til söludreifingar hér á landi. Þeir voru sagðir í ákærunni hafa falið fíkniefnin í sérútbúnu hólfi undir farangursgeymslu bílsins sem fluttur var með farþegaferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar 1. ágúst 2019. Þar fundust fíkniefnin við leit.

Dómur var kveðinn upp yfir mönnunum í dag og fengu þeir báðir 7 ára fangelsisdóm og voru dæmdir til að gerið háar fjárhæðir í sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Úber rasískur“ pistill í Morgunblaðinu veldur úlfúð – „Er hún opinberlega að peppa nasisma?“

„Úber rasískur“ pistill í Morgunblaðinu veldur úlfúð – „Er hún opinberlega að peppa nasisma?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Brennuvargurinn á Bræðraborgarstíg neitar sök – Ákærður fyrir að drepa þrjá og íkveikju

Brennuvargurinn á Bræðraborgarstíg neitar sök – Ákærður fyrir að drepa þrjá og íkveikju
Fréttir
Í gær

Úti er hjólhýsa-ævintýri – 50 ára hjólhýsabyggð lokað

Úti er hjólhýsa-ævintýri – 50 ára hjólhýsabyggð lokað
Fréttir
Í gær

Höskuldur Þórhallsson meðal umsækjenda hjá Náttúrufræðistofnun

Höskuldur Þórhallsson meðal umsækjenda hjá Náttúrufræðistofnun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harðar nágrannaerjur á Arnarnesi – Ragnheiður Clausen vann dómsmál

Harðar nágrannaerjur á Arnarnesi – Ragnheiður Clausen vann dómsmál
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atvinnuglæpamenn að verki í vespumáli 13 ára drengs – Hjólahvíslarinn skarst í leikinn

Atvinnuglæpamenn að verki í vespumáli 13 ára drengs – Hjólahvíslarinn skarst í leikinn