fbpx
Sunnudagur 17.janúar 2021
Fréttir

Stúpfaðir sýknaður af ásökun um barnaníð – Framburður stúlkunnar þótti ekki nóg þrátt fyrir alvarleg áfallastreitueinkenni

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 4. desember 2020 17:15

Barnahús Mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm í máli karlmanns sem hafði verið sakaður um að áreita stjúpdóttur sína kynferðislega um árabil á meðan hún var 9-11 ára og hafa einu sinni á þeim tíma nauðgað henni í sumarbústaðaferð.

Ákærði og móðir stúlkunnar höfðu slitið samvistum er stúlkan rakst á ákærða í verslun í Reykjavík, hún var þá 12 ára gömul. Varð hún þá hrædd og greindi þá loks frá meintum brotum ákærða, en hún treysti vinkonu sinni fyrir því. Foreldrar vinkonunnar gerðu foreldrum stúlkunnar viðvart og í kjölfarið bað Barnavernd lögreglu um að hefja rannsókn í málinu.

Dómarar í bæði Héraði sem og fyrir Landsrétt litu til þess að engum sönnunargögnum væri fyrir að fara í málinu um meint brot önnur en frásögn brotaþola og ákærða. Því væri ekki annað hægt en að sýkna, þó svo að framburður brotaþola hafi verið metin trúverðugur.

Engu að síður fer Landsréttur í niðurstöðu sinni sérstaklega yfir fyrstu skýrslu sem tekin var af brotaþola í barnahúsi, er hún var 12 ára gömul og var þá að greina í fyrsta sinn upphátt frá meintum brotum.

„Þar hafi brotaþoli greinilega átt erfitt með að greina frá atvikum er vörðuðu ætluð brot ákærða. Var hún á köflum fjarræn og þagði stundum lengi á milli spurninga. Þurfti hún mikla hvatningu frá spyrli og gaf oft mjög takmörkuð og stundum óljós svör við spurningum um snertingar ákærða. Þegar spurt var um atvik sem henni þótti erfiðast að greina frá bar nokkuð á leiðandi spurningum um atriði sem fyrri svör höfðu ekki gefið sérstakt tilefni til að fara út í. Á það einkum við þegar hún var spurð að því hvort og hvernig ákærði hefði kysst hana.“ 

Taldi Landsréttur óhjákvæmilegt að líta til ofangreinds, jafnvel þó framburður stúlkunnar fyrir Landsrétti hafi verið trúverðugur og skýr.

Í dómi héraðsdóms kom fram að samkvæmt vottorði sálfræðings væri brotaþoli haldin áfallastreitueinkennum sem hefðu veruleg áhrif á daglega virkni hennar og félagslíf. Eins hafi hún sýnt alvarleg merki hugrofs sem lýstu sér svo að hún ætti það til að „detta út“ og myndi þá jafnvel ekki um hvað hefði verið rætt eða missti þráðinn í samræðum. En slíkt eru varnarviðbrögð við ágengum áfallaminningum sem þekkist meðal þolenda alvarlegs og langvarandi kynferðisofbeldis. Sálfræðingurinn taldi ekkert annað geta skýrt áfalla- og vanlíðunareinkenni brotaþola en meint kynferðisbrot.

Sem áður segir þá var maðurinn sýknaður af ásökununum. Héraðsdómur sagði í niðurstöðu sinni:

„Með hliðsjón af framangreindu, og þegar gögn málsins hafa verið virt heildstætt, er það mat dómsins að framburður brotaþola hafi ekki þá stoð að nægi til að sakfella ákærða gegn eindreginni neitun hans. Hefur ákæruvaldið því ekki axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvílir og ber að sýkna ákærða af kröfu ákæruvaldsins“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Albert byrjaði í sigri
Fréttir
Í gær

Pappakassar fullir af ógreindum leghálssýnum í Hamraborg

Pappakassar fullir af ógreindum leghálssýnum í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Pochettino greindist með Covid-19

Pochettino greindist með Covid-19
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tilkynnt um sjö andlát í kjölfar bólusetningar með bóluefni Pfizer

Tilkynnt um sjö andlát í kjölfar bólusetningar með bóluefni Pfizer
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinkona árásarþola ræðir við DV – „Ekki réttlátt að það sé verið að drulla yfir okkur á kommentakerfum“

Vinkona árásarþola ræðir við DV – „Ekki réttlátt að það sé verið að drulla yfir okkur á kommentakerfum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kröfu um kyrrsetningu brunarústanna við Bræðró hafnað

Kröfu um kyrrsetningu brunarústanna við Bræðró hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir árásarþola úr Borgarholtsskóla stígur fram – Segir son sinn hafa verið látinn gjalda fyrir að stöðva ofbeldi gegn stúlku

Móðir árásarþola úr Borgarholtsskóla stígur fram – Segir son sinn hafa verið látinn gjalda fyrir að stöðva ofbeldi gegn stúlku