fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Sérsveitin og sprengjudeild í aðgerð nálægt Borgarnesi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 11. desember 2020 18:04

Sérsveitin að störfum. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt frétt RÚV óskaði Lögreglan á Vesturlandi eftir aðstoð Sérsveitar Ríkislögreglustjóra síðdegis í dag.

Ökumaður var stöðvaður undir áhrifum fíkniefna í Borgarfirði. Í kjölfarið fór fram húsleit í sumarhúsi og fannst það sprengiefni. Var því kallað eftir aðstoð sprengjudeildar sérsveitar ríkislögreglustjóra sem fjarlægði sprengiefnið og er aðgerðum lokið.

Aðgerðir áttu sér stað nálægt Borgarnesi.

Lögreglan á Vesturlandi hefur birt eftirfarandi fréttatilkynningu um málið:

Lögreglan á Vesturlandi stöðvaði í dag för ökumanns í Borgarfirði sem grunaður er um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Ökumaður og farþegi hans eru einnig grunaðir um vörslu og meðferð ávana- og fíkniefna. Fólkið var handtekið og flutt á lögreglustöð. Við leit á þeim og í bílnum fundust ætluð fíkniefni. Í framhaldi af handtökunni var farið í húsleit í sumarhúsi sem þessir aðilar komu frá og þar fundust ætluð fíkniefni. Í sumarhúsinu fannst einnig poki með töluverðu magni af hvellhettum og rörasprengju. Sprengjusérfræðingar sérsveitar ríkislögreglustjóra voru því fengnir á vettvang til aðstoðar lögreglumönnum. Þeir komu á staðinn með sprengjuleitarhund og leituðu og tryggðu vettvang. Það þarf ekki að fjölyrða um hættuna sem getur stafað af hvellhettum og rörasprengjum. Hér á landi hafa orðið alvarleg slys vegna þessa. Í hvellhettum er alla jafna hásprengiefni og í rörasprengjum er oft púður sem hvort tveggja veldur miklum skaða ef springur í höndunum á fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu