Mánudagur 01.mars 2021
Fréttir

Kona beit lögreglumann í eigin útskriftarveislu – Sauð upp úr eftir að eiginkonan var læst inni í herbergi með gesti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 30. nóvember 2020 18:30

Héraðsdómur Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útskriftaveisla þar sem tveir menn rifust um jakka og húsmóðirin læstist inni í herbergi með gesti. Samkvæmi sem vatt upp á sig, olli lögregluútkalli sumarið 2019 og endaði í dómsmáli sem dæmt var í fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Ef dæma má af vitnisburði ákærðrar konu á fimmtugsaldri varð misskilningur og æsingur til þess að sakleysislegar aðstæður undu svo upp á sig.

Lögregla var kölluð að heimili á höfuðborgarsvæðinu kl. 5 aðfararnótt sunnudagsins 23. júní 2019. Þar hafði maður sakað annan mann um að hafa stolið jakka sínum. Eiginmaður ákærðrar konu í þessu máli var einnig í uppnámi vegna þess að hún hafði, að hans sögn, læst sig inni í herbergi með einum gestanna. Þá var eiginkonan sögð hafa kýlt annan mannanna sem deildu um jakkann, þann sem taldi hinn hafa stolið af sér jakkanum.

Konan útskýrði málið þannig fyrir lögreglu að þetta hefði verið hennar útskriftarveisla og verið pottapartý. Einn mannanna hafði vantað sundskýlu og hefði hún farið inn í herbergi til að finna hana til handa honum. Hefðu dyrnar að herberginu læstst fyrir slysni. Eiginmaðurinn hefði við það orðið afbrýðisamur.

Er lögregla var að ræða við gesti fyrir utan húsið heyrðist mikill hamagangur innan úr því. Lögreglumennirnir fóru aftur inn og sagði eiginmaðurinn þá að konan hefði ráðist á sig. Konan kýldi þá manninn fyrir framan lögreglumennina.Var konunni þá tilkynnt að hún yrði handtekin. Hún brást að sögn lögreglu með miklum mótþróa við handtökunni og er hún sögð hafa bitið einn lögreglumanninn í úlnlið. Læknisvottorð staðfesti þetta en áverkar voru óverulegir. Í dómnum segir um þetta: „Þegar átti að setja ákærðu í lögreglutök og setja vinstri hendi hennar aftur fyrir bak, þar sem hún var komin niður á hnén, greip hún í vinstri hendi annars lögreglumannsins og beit í úlnliðinn á honum. Lögreglumaðurinn náði að kippa hendinni frá og ákærða var síðan handjárnuð en á meðan barðist hún um. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu voru tannaför á úlnlið lögreglumannsins eftir bit ákærðu.“

Lögmaður konunnar vildi vísa málinu frá vegna slælegrar rannsóknar á því. Á það féllst dómurinn ekki.

Konan neitaði því fyrir dómi að hafa bitið lögreglumanninn en virtist játa það í óskýrri skýrslutöku eftir atvikið.

Konan var fundin sek og dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var hún dæmd til að greiða málskostnað upp á rúmlega hálfa milljón króna.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hefndi sín duglega á Tinder „matchinu“ – Bauð eiginkonu hans með á stefnumótið

Hefndi sín duglega á Tinder „matchinu“ – Bauð eiginkonu hans með á stefnumótið
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

2 ára fangelsi fyrir nauðgun á hóteli varð að sýknu – Sagði manninn „margoft“ hafa haft samfarir við sig sofandi

2 ára fangelsi fyrir nauðgun á hóteli varð að sýknu – Sagði manninn „margoft“ hafa haft samfarir við sig sofandi
Fréttir
Í gær

Jón Þór segir flugmenn bjartsýna á framhaldið og sjá fyrir sér gott ferðasumar – „Orðið gott af þessu“

Jón Þór segir flugmenn bjartsýna á framhaldið og sjá fyrir sér gott ferðasumar – „Orðið gott af þessu“
Fréttir
Í gær

Rannsóknin sem Íslendingar vildu fór til fyrirheitna landsins – Forstjóri Pfizer kallar Ísrael „rannsóknarstofu heimsins“

Rannsóknin sem Íslendingar vildu fór til fyrirheitna landsins – Forstjóri Pfizer kallar Ísrael „rannsóknarstofu heimsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári segir þá hafa migið í skóinn – „Er það siðferðislegur réttur þeirra að fá að ganga um hland-blautir í báða fætur?“

Kári segir þá hafa migið í skóinn – „Er það siðferðislegur réttur þeirra að fá að ganga um hland-blautir í báða fætur?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ósvífið og sjaldséð brot“ þjálfara á Íslandi – „Hlægileg hegðun og eitthvað sem var ekki í lagi“

„Ósvífið og sjaldséð brot“ þjálfara á Íslandi – „Hlægileg hegðun og eitthvað sem var ekki í lagi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fimmti dagurinn í röð án smits – Aðeins 14 í einangrun

Fimmti dagurinn í röð án smits – Aðeins 14 í einangrun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varað við íslenskum manni sem áreitir börn í gegnum Snapchat – Biður börn niður í 9 ára um klámfengnar myndir

Varað við íslenskum manni sem áreitir börn í gegnum Snapchat – Biður börn niður í 9 ára um klámfengnar myndir