fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Gremja í Grafarvogi: Vill að drengirnir verði rassskelltir opinberlega – „Hættulegir og snargeiðveikir“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 30. nóvember 2020 10:16

Samkvæmið sem um ræðir átti sér stað í Grafarvoginum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessir drengir hérna eru búnir að vera kasta snjóboltum í rúður í Flétturimi (ef ekki í fleiri götum) síðustu þrjú kvöld og hringja svo á dyrabjöllunni líka og hlaupa í burtu. Ef þið kannist við þá megið þið biðja þá að hætta þessum ósið.“

Þetta segir kona nokkur í íbúahópi Grafarvogs á Facebook en konan birtir ásamt færslunni myndband af hrekkjalómunum að hlaupa frá vettvangi. Ekki voru allir sammála um að það sem drengirnir gerðu væri jafn alvarlegt. Vildu nokkur meina að það sé í lagi að drengirnir geri svona því svona var alltaf gert í gamla daga líka.

„Manstu samt ekki hvað þetta var gaman,“ sagði maður nokkur í athugasemd við færsluna og tóku margir undir með honum. „Ég var aldrei í því að reyna að brjóta rúður hjá fólki,“ segir kona nokkur við því. „Það er enginn að reyna brjóta neinar rúður. Bara skemmta sér við að kasta snjóboltum. Litlir smáhrekkir,“ skrifar þá önnur kona við því.

Einn íbúi í hópnum benti á það að það væri einmitt biturð vegna svona hrekkja sem hafi fengið hann og vini hans til að halda þessu áfram á sínum tíma. „Það var alltaf langskemmtilegast að gera at í bitru, tuðandi fólki. Það varð að vera eitthvað fútt í þessu!“ sagði maðurinn og tóku fleiri í sama streng.

Þá voru margir að merkja vini sína í athugasemdunum og kenna þeim um verknaðinn, líklegast flestir í kaldhæðni. „Þessir tveir þeir kalla sig Rimabræður, hættulegir og snargeiðveikir,“ sagði maður nokkur eftir að hafa merkt tvo vini sína í athugasemdinni.

„Rassskella þá opinberlega“

Kona nokkur benti á að það væri ekki endilega betra fyrir börnin að fá enga leiðsögn í svona málum. „Ég hef löngum lært að börn eru ekkert glaðari ef við föllumst á hné og sættumst á allt sem þeim dettur í hug. Það er ekkert að því að hafa aga, vera sem sagt ákveðinn en ljúfur. Börn þurfa leiðsögn í gegnum lífið, alveg eins og við fengum.“

Einum íbúa í hópnum finnst ótrúlegt að fólk sé að verja hegðun þessara drengja. „Það að henda snjóboltum sem gætu verið grjótharðir í rúður hjá fólki og hringja endalaust á dyrabjöllum hjá fólki er alls ekki í lagi,“ segir hún og heldur áfram.

„Grjótharðir snjóboltar gætu brotið rúður og getur það kostað fólk mikla peninga að skipta um rúður hjá sér. Það skiptir engu máli á hvaða aldri maður á, börn jafnt sem fullorðnir eiga að sýna öðrum virðingu og ekki að vera ónáða aðra svona. Ef fólk þarf svona mikið að kasta snjóboltum, þá á bara að fara á eitthvað svæði þar sem maður getur ekki eyðilagt muni annarra eða ónáðað aðra.“

Þá fannst einni konu að það ætti að refsa drengjunum fyrir snjóboltakastið. „Rassskella þá opinberlega þegar þeir nást,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi