fbpx
Þriðjudagur 30.nóvember 2021
Fréttir

Enn varað við meintum svikahrappi – Sagður hafa stolið tölvum og verkfærum frá gistiheimili – Hótar manni sem ber hann sökum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 27. nóvember 2020 20:00

Skjáskot úr eftirlitsmyndbandi sem sýnir manninn fara frá gistiheimilinu með meint þýfi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband úr eftirlitsmyndavél sem DV hefur undir höndum sýnir mann yfirgefa gistiheimili á Akureyri með úttroðna tösku og poka. Eigandi gistiheimilisins sakar manninn um að hafa stolið tölvum, tölvuttengdum búnaði og borvélum af gistiheimilinu. Atvikið á að hafa átt sér stað þann 13. nóvember síðastliðinn.

Maðurinn er 35 ára gamall Pólverji sem búsettur hefur verið á Íslandi í allmörg ár. Hann skiptir oft um heimili en eftir búsetu sína á Akureyri flutti hann til Reykjavíkur. Hann er núna með skráð heimili í Breiðholti. DV reyndi að ná tali af manninum í gegnum tvö símanúmer sem hann er skráður fyrir, en án árangurs. Verður hann ekki nafngreindur hér. Hann hefur verið kærður til lögreglu en ekki ákærður og mál hans eru í rannsókn.

Fyrr í þessum mánuði ræddi DV við Pólverjann Kasper Cichocki. Hann telur manninn hafa svikið sig illa en Kasper leigði honum herbergi. Maðurinn yfirgaf herbergið í 200 þúsund króna leiguskuld, að sögn Kaspers, sem segir hann einnig hafa valdið skemmdum á húsnæðinu og þar með miklu tjóni. Kasper sagði við DV:

„Hann yfirgaf herbergið í 200 þúsund króna skuld við mig fyrir utan skemmdirnar sem hann hefur hvorki greitt fyrir né látið mig vita af. Hann einfaldlega fór án þess að láta vita af sér eftir að ég gaf honum lokaviðvörun varðandi greiðslur. Hann laug að mér í þrjár vikur að hann væri veikur, að hann væri með krabbamein, en það eru hreinar lygar, ég hef fengið það staðfest í samtölum við fjöldann allan af fólki á Akureyri. Hann hefur stolið af mörgum öðrum og svikið fé út úr fólki. Hann er yfirleitt með svipaðar afsakanir og hann virðist hafa týnt sér í eigin lygavef.“

Eftir að Kasper birti sögu sína á samfélagsmiðlum og í DV hafði eigandi gistiheimilis á Akureyri samband við hann, sendi honum myndband úr eftirlitsmyndavél og sagði að maðurinn hefði stolið tölvum, þráðlausum borvélum og ýmiskonar tölvutengdum búnaði af gistiheimili sínu. Sagðist hann vonast til þess að lögregla handtaki manninn. Kasper hefur lýst yfir óánægju með áhugaleysi lögreglu á máli mannsins til þessa en vonast eftir að hann verði handtekinn fljótlega þegar við bætast ásakanir um þjófnað af gistiheimilinu.

Hótaði Kasper eftir birtingu ásakana

Kasper segir við DV að maðurinn hafi hótað honum eftir að hann ásakaði hann um svik og skemmdarverk fyrr í mánuðinum. „Hann hótaði mér því að ef ég taki ekki niður færslurnar um sig þá muni ég aldrei fá neina peninga frá honum. Hann sagði líka að ef ég hætti þessu ekki muni ég verða fyrir einhverjum skaða. Ég veit það frá öðru fólki að hann glímir við reiðivanda og ég tek hótanir frá honum alvarlega. Ég hef sent hótanir hans til lögreglunnar,“ segir Kasper.

Kasper segist vilja koma í veg fyrir að maðurinn svíki og pretti fleira fólk. Hann svíki og steli án nokkurrar eftirsjár og gangi frjáls um göturnar þrátt fyrir afbrot sín. Kasper vonast til þess að lögregla stöðvi manninn fljótlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðmundur Freyr játar morðið á unnusta móður sinnar – Hryllilegar lýsingar

Guðmundur Freyr játar morðið á unnusta móður sinnar – Hryllilegar lýsingar
Fréttir
Í gær

Ók á skilti og stakk af og hótaði síðan lögreglumönnum eftir handtökuna

Ók á skilti og stakk af og hótaði síðan lögreglumönnum eftir handtökuna