fbpx
Þriðjudagur 19.janúar 2021
Fréttir

Ómar er ósáttur með Þórólf og segir að hann sé kjarklaus – „Þú beinir spjótum þínum að þjóðinni“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 18:38

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Mynd: Torg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú verður þú að tala mannamál Þórólfur,“ segir austfirðingurinn Ómar Geirsson í pistli sem hann birti á blogg-síðu sinni í dag. „Það eru landamærin sem leka, þú hefur margoft sagt það. En þú tekst ekki á við þann leka í tillögum þínum. Þú ræðst á almenning,“ segir Ómar enn frekar.

Ómar segir að samfélagið geti ekki verið endalaust í herkví sóttvarna og þá segir hann að Þórólfur sé kjarklaus. „Þú ert kjarklaus og tekst ekki á við þá hagsmuni sem beita sér gegn því að lokað sé fyrir lekann.“

Næst vísar Ómar í ummæli Þórólfs sem hann lét falla á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þar sagði Þórólfur að nýjir stofnar kórónuveirunnar væru að koma inn í gegnum landamærin. „Svarið hlýtur að vera að stoppað sé í þennan leka, annars ertu ekki starfi þínu vaxinn, svo einfalt er það,“ segir Ómar.

„Aðeins þá getur þú réttlætt sóttvarnir sem lama allt mannlíf, stórskaðar allt íþróttalíf, heldur menningu og listum læstum inní gímaldi samfélagslegra lokana og fjarlægðartakmarka, og taka af okkur jólin.“

„Það myndu allir segja það“

Þórólfur sagði einnig á upplýsingafundinum að það megi ekki leyfa litlum hópsýkingum á landamærunum verða að stórum hópsýkingum. Ómar segir þetta vera eins og að sega að ekki megi leyfa íkveikjum verða að stórum brunum. „Sem er rétt, en þá stöðva menn íkveikjurnar þegar vitað er hverjir kveikja í, í stað þess að skipa brottflutning úr húsum, fjölga í slökkviliði, halda stanslausar brunaæfingar því það veit enginn hvar brennuvargarnir, sem allir vita hverjir eru, kveikja næst í,“ segir hann.

„Ef lögreglan og slökkviliðið brygðust svona við, þá myndir þú segja að þetta fólk væri galið, óhæft til að vernda almenning. Þú myndir segja það Þórólfur. Það myndu allir segja það. Nema kannski þeir sem fengju borgað frá brennuvörgunum svo þeir fengju að stunda iðju sýna í friði.“

„Orð slæmrar samvisku fá því ekki breytt“

Ómar vill meina að lekinn á landamærunum sé vegna innflutnings á skammtíma ódýru vinnuafli. „Sem fengið er til landsins á skítakaupi til að vinna verk sem annars væri sinnt af innlendum á eðlilegu kaupi og kjörum. Með öðrum orðum ertu samsekur í að brjóta niður innlendan vinnumarkað. Það eru hagsmunirnir sem eru undir. Hið siðblinda frjálshyggjuflæði hins frjálsa flæðis Evrópska efnahagssvæðisins,“ segir Ómar og botnar síðan pistilinn.

„Í stað þess að mæta siðblindunni. Þá beinir þú spjótum þínum að þjóðinni. Það er ekki rétt Þórólfur. Það er ekki rétt. Þetta er ekki sú siðfræði sem ömmur okkar ólu okkur upp í. Það er bara svo. Og þær vita alltaf hið rétta. Orð slæmrar samvisku fá því ekki breytt. Kveðja að austan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hringdi 130 sinnum í neyðarlínuna og hrækti svo á lögreglumenn

Hringdi 130 sinnum í neyðarlínuna og hrækti svo á lögreglumenn
Fréttir
Í gær

Trump sagður ætla að náða 100 manns á morgun – Biden tekur við á miðvikudag

Trump sagður ætla að náða 100 manns á morgun – Biden tekur við á miðvikudag
Fréttir
Í gær

Nýtt myndband sýnir óeirðaseggina í þinginu fara með bæn í ræðustól Pence – „Amen“

Nýtt myndband sýnir óeirðaseggina í þinginu fara með bæn í ræðustól Pence – „Amen“
Fréttir
Í gær

Heiðurstengt ofbeldi á Íslandi – Heit kartafla sem fólk vill kannski ekki vita af

Heiðurstengt ofbeldi á Íslandi – Heit kartafla sem fólk vill kannski ekki vita af
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Smitin á landamærum rjúka upp aftur en Víðir er bjartsýnn – „Af þessum 14 voru 12 íslenskar kennitölur“

Smitin á landamærum rjúka upp aftur en Víðir er bjartsýnn – „Af þessum 14 voru 12 íslenskar kennitölur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Fimm líkamsárásir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan á Vestfjörðum sendir frá sér tilkynningu – Vegfarendur björguðu konu og ungu barni út úr bílflakinu

Lögreglan á Vestfjörðum sendir frá sér tilkynningu – Vegfarendur björguðu konu og ungu barni út úr bílflakinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Slysið í Ísafjarðardjúpi – Fjölskyldan er pólsk og allir undir læknishöndum

Slysið í Ísafjarðardjúpi – Fjölskyldan er pólsk og allir undir læknishöndum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfskona í Ráðherrabústaðnum sakar Jón Baldvin um áreitni og skemmdarverk

Starfskona í Ráðherrabústaðnum sakar Jón Baldvin um áreitni og skemmdarverk
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregla heimsótti spjaldtölvuþjóf

Lögregla heimsótti spjaldtölvuþjóf