fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Óhugnanleg árás í Langholtshverfi – Tveir menn réðust á par inni í bíl

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 29. október 2020 10:05

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungt par varð fyrir þeirri óhugnanlegri reynslu í gærkvöld að tveir menn réðust inn í bíl fólksins. Atvikið átti sér stað í Sólheimum á móts við Langholtskirkju, milli klukkan 20 og 20:30 í gærkvöld.

Stúlkan flýði af vettvangi en mennirnir börðu kærasta hennar og lögðu hnífsblað að hálsi hans. Þeir stálu öllu steini léttara úr bílnum, meðal annars fötum og skóm piltsins.

Hann komst við illan leik í síma í húsi í nágrenninu og hringdi á lögreglu.

Móðir stúlkunnar sem lenti í árásinni greinir frá málinu í íbúahópi Langholtshverfis á Facebook.

Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á Stöð 1 hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti í samtal við DV að skýrsla væri til um atvikið. Samkvæmt henni eru grunuðu árásamennirnir erlendir. Sem betur fer eru áverkar á piltinum eftir árásina óverulegir.

Þeir sem kunna að hafa orðið vitni að árásinni eða geta gefið einhverjar upplýsingar um hana eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000.

Uppfært kl. 11: 25: 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur birt eftirfarandi tilkynningu um málið:

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja manna vegna rannsóknar hennar á ráni í Sólheimum við Langholtskirkju á níunda tímanum í gærkvöld, en tilkynning um málið barst kl. 20.20. Tveir, grímukæddir menn komu að bifreið sem þarna var og bæði ógnuðu fólkinu sem í henni var með eggvopni og slógu til ökumannsins sem hlaut áverka af. Síðan rændu þeir nokkru af munum úr bifreiðinni.
Þeir sem búa yfir vitneskju um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gudmundur.pall@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi