fbpx
Sunnudagur 29.nóvember 2020
Fréttir

VÍS segir brunarústirnar aðeins 70% ónýtar og neitar að borga – Húsið „sönnunargagn í dómsmáli“

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 27. október 2020 12:03

mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því var sagt í morgun að Íbúðaráð Vesturbæjar hafi krafist þess að rústir hússins við Bræðraborgarstíg 1 verði rifið hið fyrsta og á kostnað eiganda. Eigandi hússins er fyrirtækið HD verk ehf., sem á fleiri iðnaðarhúsnæði sem leigð eru út sem íbúðarhúsnæði. HD verk er í eigu H2O ehf, sem svo er svo í eigu Kristins Jóns Gíslasonar.

Eins og frægt er orðið brann húsið þann 25. júní síðastliðinn með þeim afleiðingum að þrír létust og fleiri slösuðust, þar á meðal einn slökkviliðsmaður sem féll niður fjóra metra og lenti á bakinu. Héraðssaksóknari hefur síðan gefið út ákæru á hendur erlendum manni á sjötugsaldri fyrir íkveikju, manndráp og tilraunir til manndráps. Við manndrápi liggur allt að 16 ára fangelsi eða ævilangt.

VÍS segir húsið heilt að 30% leyti

Í samtali við blaðamann DV í morgun sagði Skúli Sveinsson, lögmaður Kristins Jóns, að skjólstæðingur sinn myndi gjarnan vilja rífa húsið, en það standi á tryggingafélaginu VÍS að klára bótamálin. Það gangi hægt þar sem VÍS segir húsið aðeins 70% ónýtt.

„Það liggur alveg fyrir að húsið ergjörónýtt og að halda öðru fram er einfaldlega rangt. Meira að segja mannvirkjastofnun (HMS) segir að húsið sé gjörónýtt,“ sagði Skúli. „Engu að síður, hefur VÍS ekki viljað samþykkja að bæta tjónið að fullu þar sem þeir telja húsið heilt að 30% hluta og segja að hægt sé að endurreisa það.“ Skúli segir að álit VÍS sé á sandi reist, enda fengist örugglega ekki einu sinni byggingarleyfi á endurreisn þessa húss. Burðarvirki þess sé úr tré og sökkull hundrað ára gamall og stórskemmdur sjálfur eftir eldsvoðann.

„Málið er bara fast í tryggingunum,“ útskýrir Skúli. Næstu skref eru að hans sögn að fá dómkvadda matsmenn. Ferlið er þá að í kjölfar brunans krafðist Kristinn fyrir hönd félags síns útgreiðslu úr brunabótatryggingu hússins. VÍS sendi þá sína matsmenn á staðinn sem skiluðu því mati að húsið væri aðeins 70% ónýtt. „VÍS bauð útgreiðslu 70% bóta þar sem 30% af húsinu er í lagi,“ segir Skúli. „Staðan núna er bara sú að verið er að undirbúa málið og það þarf að dómkveða matsmenn. Það getur tekið marga mánuði að fá niðurstöðu frá þeim.“ Næstu skref munu svo ráðast af niðurstöðu dómkvöddu matsmannanna, en svo gæti farið að málið endi fyrir dómstólum, fyrst í héraði og hugsanlega í Landsrétt síðar. Slíkt ferli má búast við að taki að lágmarki ár.

„Á meðan málið situr fast í þessu ferli er ekki hægt að rífa húsið, enda húsið sjálft sönnunargagn í hugsanlegu dómsmáli. Minn skjólstæðingur myndi glaður vilja rífa þetta hús, en hann bara má það ekki eins og sakir standa.“

Málið tekið á eiganda hússins

Aðspurður hvort málið hafi tekið á eigandann svarar Skúli játandi: „Já, þetta er búið að taka á hann. Ekki nóg með sjálfan brunann, heldur voru fulltrúar Eflingar mættir fyrir utan húsið meðan fólk var enn inni í húsinu að ásaka hann um ófullnægjandi brunavarnir, að troðfylla húsið og hvað eina,“ sagði Skúli. Þetta „PR stunt“ Eflingar var einstaklega ómerkilegt að mati Skúla, og fullyrðingar þeirra reynst rangar. „Það áttu að hafa verið einhver svaka fjöldi fólks í húsinu og starfsmannaleigur og þetta var bara allt rangt.“

Eins frábiður lögmaður Kristins Jóns sér ásakanir um að brunavörnum hafi verið ófullnægjandi. „Það voru slökkvitæki þarna og reykskynjarar og allt sem þarf. Þetta hús er 100 ára gamalt og uppfyllti allar þær kröfur sem gerður eru til svona húsa. Það er fullt af svona húsum um allan bæ, á að rífa öll þau hús?“

Staðreyndin er sú að það var kveikt í þessu húsi á þremur stöðum, þar á meðal í stigaganginum. Það komst aldrei neinn út. „Það eina sem hefði bjargað þessu fólki hefði verið alvöru flóttaleið út úr húsinu,“ segir Skúli.

Skúli rifjar upp að árið 2014 hafi eigandi hússins sótt um leyfi til þess að breyta húsinu í gistiheimili, en því hafi verið hafnað vegna þess að Bræðraborgarstígur er ekki gegnumakstursgata, í skilningi borgarinnar. Ef slíkt leyfi hefði fengist hefði skilyrðin m.a. verið að setja upp flóttaleiðir.

Þá segir Skúli að húsið hafi nýlega verið gert upp að innan, en framkvæmdir að utan hafi verið eftir. „Það leit ekki vel út að utan enda átti eftir að taka það í gegn þar. Húsið var samt ekki í slæmu ástandi þannig lagað, það var búið að snýta því að innan.“ Því til sönnunar sendi Skúli DV myndir af húsinu að innan í kjölfar framkvæmdanna 2019. Þær eru hér birtar að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin smit hjá starfsfólki í Kringlunni

Engin smit hjá starfsfólki í Kringlunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Héldu óvænt partý fyrir einstakling í sóttkví – Síðan greindist hann smitaður

Héldu óvænt partý fyrir einstakling í sóttkví – Síðan greindist hann smitaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur óttast að faraldurinn sé á uppleið aftur – Kemur til greina að fresta tilslökunum

Þórólfur óttast að faraldurinn sé á uppleið aftur – Kemur til greina að fresta tilslökunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

11 smit innanlands – Fjöldi manns í sóttkví fjölgaði mikið

11 smit innanlands – Fjöldi manns í sóttkví fjölgaði mikið