fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Innbrotsþjófur – Barn undir stýri – Rán – Í vímu með barn í bílnum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. október 2020 05:41

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á níunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás og rán í Bústaðahverfi. Þar var maður að aka öðrum manni, sem hann þekkti lítið, þegar farþeginn kýldi hann í andlitið, krafði hann um peninga og hótaði honum lífláti. Hann stal síðan rafmagnshlaupahjóli sem var í aftursætinu og lést sig hverfa á brott. Ökumaðurinn leitaði aðstoðar á slysadeild.

Á tíunda tímanum var lögreglunni tilkynnt um yfirstandandi innbrot í hús í Mosfellsbæ. Þar var maður handtekinn, grunaður um húsbrot, líkamsárás, vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum. Hann var vistaður í fangageymslu.

Skömmu upp úr miðnætti var akstur 15 ára barns stöðvaður á Seltjarnarnesi en lögreglumenn sáu ökumanninn aka upp á kantstein, hann gaf ekki stefnuljós og var ekki með ökuljósin kveikt. Tveir farþegar voru í bifreiðinni, 14 og 16 ára. Málið var afgreitt með aðkomu forráðamanna og tilkynningu til barnaverndaryfirvalda.

Á sjötta tímanum í gær neitaði ölvuðu kona að greiða reikning sinn á veitingahúsi í borginni. Málið var afgreitt á vettvangi. Á svipuðum tíma voru tvær 15 ára stúlkur staðnar að þjófnaði úr verslun en þar stálu þær fatnaði. Málið var afgreitt með aðkomu foreldra og tilkynningu til barnaverndaryfirvalda.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi voru höfð afskipti af 16 ára pilti sem var staðinn að þjófnaði úr verslun á Grandanum. Málið var afgreitt með aðkomu foreldra og tilkynningu til barnaverndaryfirvalda.

Á sjöunda tímanum í gær var ökumaður handtekinn í Háaleitishverfi en hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og ekki með gild ökuréttindi. Bifreið hans reyndist ótryggð. Barn var í  bílnum og var það sótt af ættingja.

Á ellefta tímanum var ökumaður handtekinn í Hafnarfirði eftir að hann lenti í umferðaróhappi. Hann er grunaður um ölvun við akstur og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Hann var vistaður í fangageymslu.

Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi