fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Stjörnu-Sævar tekur Guðna í bakaríið og segir hann fáfróðan

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Helgi Bragason, oftast kenndur við stjörnurnar, segir Guðna Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, sýna eigin fáfræði í pistli sem sá síðarnefndi birti í Morgunblaðinu í dag. Þar talar Guðni meðal annars um hlýnun jarðar og spár þess efnis að jörðin muni farast í tíð núverandi kynslóðar. Hann telur slíkar spár vera af sama meiði og dómsdagsspár falsspámanna fyrri tíðar.

Sjá einnig: Guðni segir heimsendi ekki í nánd: „Hún var hreinlega ofsótt í þættinum“ – Þeir sem efast sagðir falsspámenn og boðberar fáfræði

Guðni bendir á að hann sé enn á lífi þrátt fyrir dómsdagsspár svo sem 2000-vandann. „Kjarnorkusprengingin var stærsta ógn æsku minnar. Nú er upp runnin fjórða heimsendaspáin á 40 árum. Fyrst var það ósonlagið, svo var það súra regnið, síðan kom þúsaldarbyltingin eða 2000 vandinn. Og nú er það hamfarahlýnun af mannavöldum. Dómsdagur er sem sé í nánd, en þessi fullyrðing hefur fylgt manninum frá örófi alda,“ segir Guðni.

Sævar deilir pistli hans og bendir á að það hafi einmitt verið brugðist við þessum vandamálum. „Fyrrverandi ráðherra afhjúpar eigin fáfræði. Enginn vísindamaður spáir heimsendi vegna loftslagsbreytinga, enginn spáði heimsendi vegna ósoneyðingar, súrs regns eða 2000 vandans. Við öllu þessu var brugðist eftir viðvaranir sérfræðinga,“ segir Sævar á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi