Miðvikudagur 26.febrúar 2020
Fréttir

Öllu heitu vatni á Suðurnesjum dreift frá Svartsengi – Engin varaáætlun til um hvernig brugðist verður við náttúruhamförum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 08:00

Svartsengi. Mynd:Wikipedia.org

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Suðurnesjum er öllu heitu vatni dreift frá Svartsengi. Ef náttúruhamfarir á borð við eldgos eða jarðskjálfta verða á svæðinu og dreifing á heitu vatni þaðan stöðvast er engin varaáætlun til um hvernig brugðist verður við.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Júlíusi Jóni Jónssyni, forstjóra HS Veitna, að þetta sé flókið verkefni og illmögulegt sé að undirbúa allar sviðsmyndir.

„Það er helst heita vatnið sem við óttumst. Vandinn er ekki eins mikill ef kalda vatnið færi því við getum nálgast það úr öðrum vatnsbólum skammt frá. Það yrðu þó vissulega truflanir til skamms tíma. Enn sem komið er eru engar áætlanir uppi um hvernig við leysum vandann ef framleiðsla í Svartsengi myndi stöðvast.“

Er haft eftir honum.

Auk þess að sjá Grindavík, Reykjanesbæ, Garði og flugstöðvarsvæðinu fyrir ferskvatni eiga HS Veitur og reka dreifikerfi fyrir heitt vatn í öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum. Gjá í hrauninu í Lágum, sem er um þrjá kílómetra frá Svartsengi, er aðalvatnstökusvæðið. Þar er ferskvatn tekið og dælt í Svartsengi þar sem það er síðan hitað upp með jarðgufu.

Fréttablaðið hefur eftir Júlíusi að mikilvægt sé að halda ró sinni vegna málsins því afar litlar líkur séu á að allt fari á versta veg og framleiðslan í Svartsengi myndi stöðvast. Það þurfi þó að ræða viðbrögð við slíkum hamförum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hún hélt að hann væri besti vinur sinn – „Hæ elskan ekki geturu gert mér rosa greiða“

Hún hélt að hann væri besti vinur sinn – „Hæ elskan ekki geturu gert mér rosa greiða“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rúta með 23 um borð valt á Mosfellsheiði

Rúta með 23 um borð valt á Mosfellsheiði
Fréttir
Í gær

Vilt þú verða borgarritari? Sjáðu hverjar hæfniskröfurnar eru

Vilt þú verða borgarritari? Sjáðu hverjar hæfniskröfurnar eru
Fréttir
Í gær

Eymundur hefur fylgt nokkrum til grafar: „Félagsfælni er dauðans alvara og ekkert til að leika sér með“

Eymundur hefur fylgt nokkrum til grafar: „Félagsfælni er dauðans alvara og ekkert til að leika sér með“
Fréttir
Í gær

Rifrildi í Klettagörðum enduðu með árás: Sagðist geta „slegið eins og Tyson“ og kinnbeinsbraut samstarfsfélagann

Rifrildi í Klettagörðum enduðu með árás: Sagðist geta „slegið eins og Tyson“ og kinnbeinsbraut samstarfsfélagann
Fréttir
Í gær

16 ára sonur Láru tók á móti áfengissendingu – „Hann var ekki spurður um skilríki“

16 ára sonur Láru tók á móti áfengissendingu – „Hann var ekki spurður um skilríki“