fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Matvælastofnun greiddi 112 milljónir í skaðabætur vegna „nautabökumálsins“ – „Jólagjöfin mín“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. janúar 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun greiddi fyrir jól 112 milljónir í skaðabætur til fyrirtækisins Kræsinga í Borgarnesi vegna „nautabökumálsins“ svokallaða sem kom upp 2013. Fyrirtækið hét þá Gæðakokkar en málið snerist um magn kjöts í nautabökum frá fyrirtækinu. Fyrirtækið var sýknað af kæru um vörusvik en kæran var lögð fram á grunni rannsóknar Matvælastofnunar.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að skaðabótaskylda Matvælastofnunar hafi síðar fengist viðurkennd fyrir héraðsdómi og hæstarétti. Tekist hefur verið á um upphæð skaðabótanna síðan og sveiflaðist mat á tjóni frá 69 milljónum upp í rúmlega 200 milljónir. Matvælastofnun bauð 69 milljónir í bætur í samræmi við yfirmat.

Morgunblaðið hefur eftir Magnúsi Níelssyni, eiganda Kræsinga, að hann hafi að lokum tekið því tilboði og hafi upphæðin numið 112 milljónum þegar búið var að bæta vöxtum og kostnaði við.

„Þetta var klárað fyrir jól, er jólagjöfin mín það árið. Ég hef gert upp við alla þá birgja sem stóðu með mér í erfiðleikunum og biðu með kröfur sínar.“

Hefur blaðið eftir Magnúsi sem sagði einnig dapurlegt hvernig ríkið þreyti borgarana með málaferlum til að ná sínu fram. Hann sagðist hafa lagt allt undir til að halda fyrirtækinu gangandi, en það hafi tæknilega séð verið gjaldþrota,  og til að standa í málaferlum til að leita réttar síns. Það hefði tekið 3-5 ár að reka nýtt mál og hann hafi ekki séð fram á að geta staðið undir því.

„Það hefði verið hægt að semja árið eftir að ég var sýknaður. Ég myndi gjarnan vilja vita hvað þessi málaferli hafa kostað skattgreiðendur landsins.“

Sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi