fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Orkusalan er fyrsta íslenska orkufyrirtækið sem kolefnisjafnar eigin raforkuvinnslu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 17:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orkusalan er fyrsta og eina orkufyrirtækið hér á landi sem kolefnisjafnar eigin raforkuvinnslu. Kolefnisspor raforkunnar með tilliti til bindingar er því ekkert. Fyrirtækið kolefnisjafnar einnig allan rekstur sem hlýst af starfseminni.

„Við höfum í samstarfi við Eflu verkfræðistofu haldið utan um alla losun sem viðkemur starfsemi fyrirtækisins og höfum frá upphafi kolefnisjafnað allan rekstur með eigin skógrækt. Við vildum taka skrefið enn lengra og ákváðum að jafna einnig alla losun sem hlýst af vinnslu raforkunnar. Vinnsla á rafmagni veldur mismikilli losun en öll okkar raforka kemur frá vatnsaflsvirkjunum sem eru með losun í lágmarki miðað við aðrar vinnsluaðferðir,” segir Magnús Kristjónsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar í fréttatilkynningu frá félaginu.

Skógur Orkusölunnar við Skeiðsfossvirkjun bindur 122 tonn CO2 á ári en hann þekur 19 hektara á skógræktarsvæðinu sem telur 65 hektara í heild. Skógurinn bindur um þrefalt magn þeirrar losunar gróðurhúsalofttegunda sem fylgir rekstri fyrirtækisins.

„Við ætlum okkur að halda áfram að rækta skóginn á næstu árum og auka nýtingu skógræktarsvæðisins. Svæðið er einnig nýtt til útivistar allan ársins hring með þeirri fjölbreytni og skjóli sem skógurinn gefur. Eins munum við halda áfram að kolefnisjafna alla losun gróðurhúsalofttegunda sem verður vegna reksturs fyrirtækisins og vinnslu raforkunnar árlega,“ segir Magnús.

Skógur Orkusölunnar bindur alla losun sem hlýst af rekstri fyrirtækisins og vel rúmlega það og er umframbindingin nýtt til að jafna hluta af eigin raforkuvinnslu og hefur sú losun sem eftir stendur verið jöfnuð í samstarfi við Kolvið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi