fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Rútuslysið á Blönduósi – Þakka samfélaginu móttökurnar: „Þetta er alveg hreint magnað“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 11. janúar 2020 09:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðdegis í gær valt rúta skammt frá bænum Öxl, sunnan við Blöndós. Um borð í rútunni voru 50 manns, háskólanemar og bílstjóri.  Þrír voru fluttir með þyrlu á slysadeild Landspítalans, en aðrir sluppu ómeiddir eða með vægari áverka.  Þeir sem sluppu frá slysinu með enga eða væga áverka fengu athvarf á Blönduósi í nótt.

María Kristjánsdóttir, ein þeirra sem dvaldi á Blönduósi í nótt eftir slysið, segir að móttökurnar á Blöndósi hafi verið mjög góðar og dvelji nemendur þar í góðu atlæti.  Frá þessu greinir hún á Facebook, en Fréttablaðið vakti athygli á færslunni.

„ Við hjúkrunar- og læknanemar sem lentum í og urðum vitni af bílveltunni viljum þakka samfélaginu á Blönduósi fyrir að taka sig saman veita okkur aðstoð og hjálp. Við erum í góðu atlæti í grunnskólanum með nóg af dýnum, sængum og koddum! Þau opnuðu kjörbúðina sérstaklega fyrir okkur, löngu eftir að hún lokaði.

Við höfum aðgang að sturtum í íþróttahúsinu við hliðiná. Einn íbúi kom með sérstaka dýnu fyrir bakveika (ef ske kynni að einhver væri bakveikur) og bauðst einnig til þess að koma með rúm sonar síns! Þetta er alveg hreint magnað og viljum við að íbúar Blönduósar og þeir viðbragðsaðliðar sem hafa verið okkar innan handar viti hversu mikið við metum þetta! Takk!”

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi