fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Fréttir

Hvalfjarðargangamálið: framleiddu spíttið úr pólskum barnamat – Aðkoman að bústaðnum var hræðileg

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 16:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur yfir sexmenningunum í svokölluðu Hvalfjarðargangamáli hefur nú verið birtir á vef dómstóla. Sexmenningarnir hlutu samanlagt 22 ára fangelsi eftir að vera handtekin í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögreglunnar á Vesturlandi og sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Sjá einnig: Samtals 22 ára fangelsi – Jara í Goldfinger fékk 3 ár

Meðal sexmenningana er Jaroslava Davidsson, gjarnan kennd við súlustaðinn Goldfinger sem eiginmaður hennar fyrrverandi Ásgeir Þór Davíðsson átti og rak. Goldfinger er í dag í eigu Jöru.

Í dóminum kemur fram að meðal þeirra fjölmörgu hráefna í amfetamínframleiðslu sexmenninganna hafi verið pólskur barnamatur frá fyrirtækinu Bobo Vita, en í honum má finna efnið nitrostyrene sem skiptir sköpum við þá aðferð sem stuðst var við í framleiðslunni en aðferðin er gjarnan kölluð pólska aðferðin. Við þessa aðferð fellur til mikið spilliefni og voru sexmenningarnir því einnig ákærðir fyrir að stofna umhverfinu í hættu.

Aðkoman hræðileg

Lögregla fékk ábendingu um meinta framleiðslu vímuefna sem sexmenningarnir væru að hefja. Eftir það var farið í umfangsmiklar eftirlitsaðgerðir þar sem sexmenningarnir voru vaktaðir og símar þeirra hleraðir. Í dóminum má því finna ítarlega lýsingu á aðdraganda framleiðslunnar þar sem sexmenningarnir öfluðu sér þeirra tækja og tóla, sem og þeirra efna, sem framleiðslan krafðist. Meðal annars fóru þeir í Ámuna, Bauhaus og Olís til að verða sér út um nauðsynlegan búnað undir framleiðsluna.

Framleiðslan sjálf fór fram í sumarbústað sem ákærðu höfðu tekið á leigu. Eigandi bústaðarins kveðst ekki hafa hugmynd um hvaða ákærðu stóð til og fékk áfall þegar hann vitjaði bústaðarins eftir fíkniefnaframleiðsluna:

Seinna  þennan dag  hafi  vitnið  fengið  þær  upplýsingar  að  fíkniefnaframleiðsla  hafi  farið  fram  í sumarhúsinu. Hafi vitnið farið á staðinn. Aðkoman hafi verið hræðileg. Efni og salt hafi  verið um allt í sumarhúsinu. Hafi verið augljóst að einhver ker hafi verið kæld niður með  snjó. Þá hafi úrgangi verið hellt niður víða í kringum bústaðinn. Bæði framan af palli og  víðar. Hafi verið álflögur í þessum úrgangi. Miklar efnaleifar hafi verið í jarðveginum. Hafi  vitnið  þrifið  upp  eins  og  kostur  var.  Gróður  hafi  dáið  á  þessu  svæði.  Vitnið  hafi fargað úrganginum en síðar fengið skilaboð frá um að grafa hann aftur upp og fara með til Reykjavíkur þar sem honum hafi verið fargað.“

Lögreglan beið þar til framleiðslunni var lokið og fóru handtökur fram í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu við Hvalfjarðargöng.

Carwash og Goldfinger koma við sögu

Meðal ákærðu var eigandi bónstöðvarinnar Carwash, en það var í gegnum kennitölu bónstöðvarinnar sem hluti af hráefnunum og tólunum voru keypt.

Eins kom Goldfinger við sögu í málinu þar sem ruslapoka var hent í ruslagám við skemmtistaðinn. Þegar lögregla kom á staðinn angaði ruslapokinn af kemískri lykt og í honum fannst ýmis varningur ætlaður til fíkniefnaframleiðslu.

Kvaðst ekkert hafa vitað

Sexmenningarnir vildu lítið tjá sig við rekstur málsins. Framan af neituðu þau að tjá sig við skýrslutöku og neituðu síðar að tjá sig um einstaka atvik. Jara neitaði sök og kvaðst ekki hafa haft hugmynd um það sem væri í gangi í bústaðnum. Dómari tók þá skýringu ekki gilda. Samkvæmt því eftirliti sem hafði verið haft með sexmenningunum var vitað að Jara hafði farið upp í bústaðinn og þar sem megna lykt lagði frá ruslapoka sem hún hafði flutt í bíl sínum, sem og að efnin fundust í bíl hennar, var erfitt að taka það trúanlegt að hún hefði ekkert vitað. Fimm milljónir í reiðufé fundust í bankahólfi á nafni Jöru en sagði hún það pening sem Geiri á Goldfinger hafði lagt til hliðar fyrir dóttur þeirra. Dóttirin kannaðist hins vegar ekki við þessa fjárhæð. Hún hefði erft föður sinn og ætti ekki von á frekari arf.

Voru því öll sakfelld fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, en talið var að með því efni sem framleitt var hefði verið hægt að fá um fjögur kílógrömm af amfetamíni til sölu. Málskostnaður sexmenninganna var líka gífurlega hár. Jara þarf að greiða sínum lögmanni, Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni 4,4 milljónir.

Ákæruvaldið krafðist einnig upptöku á öllum tólum og efnum sem komu við sögu í málinu. Meðal annars þær öskjur af barnamat sem eftir stóðu, glerkrukku merkt súrum gúrkum, BMW bifreið Jöru, fimm milljónir í reiðufé sem fundust í bankahólfi Jöru, rusl í pokum, rafbyssur og farsímar.

Hér má lesa dóminn í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Að „passa“ saman
Fréttir
Í gær

Grunur um smit á Hrafnistu – „Betra að gera of mikið en of lítið“

Grunur um smit á Hrafnistu – „Betra að gera of mikið en of lítið“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur segist hafa sérstakar áhyggjur af ákveðnum hópi þetta árið

Vilhjálmur segist hafa sérstakar áhyggjur af ákveðnum hópi þetta árið
Fréttir
Í gær

Handtekinn með hátalarabox á hjóli – Barði rúður á veitingastað og grunaður um hótanir

Handtekinn með hátalarabox á hjóli – Barði rúður á veitingastað og grunaður um hótanir
Fréttir
Í gær

Tveir sterkir skjálftar fyrir norðan – 4,6 og 3,7

Tveir sterkir skjálftar fyrir norðan – 4,6 og 3,7
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líklegt að samkomutakmarkanir verði hertar

Líklegt að samkomutakmarkanir verði hertar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Ingi skammar Íslendinga – „Þetta er dauðans alvara“

Björn Ingi skammar Íslendinga – „Þetta er dauðans alvara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Virk smit kominn yfir hundrað – 17 greindust á síðasta sólarhring

Virk smit kominn yfir hundrað – 17 greindust á síðasta sólarhring
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banaslys í Reyðarfirði

Banaslys í Reyðarfirði