fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Sexmenningarnir í Hvalfjarðargangamálinu: Samtals 22 ára fangelsi – Jara í Goldfinger fékk 3 ár

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 10:47

Jaroslava Davíðsson hlaut í dag 3 ára fangelsi fyrir aðild að amfetamínframleiðslu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sexmenningarnir í Hvalfjarðargangamálinu voru rétt í þessu dæmd í samanlagt 22 ára fangelsi. Þau voru handtekin í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögreglunnar á Vesturlandi og sérsveitar ríkislögreglustjóra. Hafa sakborningar setið í gæsluvarðhaldi síðan 29. febrúar. Fjögur þeirra dæmdu eru pólskir ríkisborgarar og tveir eru íslendingar. Einn íslendinganna er Jaroslava Davidsson sem kennd hefur verið við súlustaðinn Goldfinger sem eiginmaður hennar, Ásgeir Þór Davíðsson eða Geiri í Goldfinger, átti með henni og rak. Geiri lést í apríl 2012 og tók Jaroslava við rekstri súlustaðarins.

Fjórir voru dæmdir í fjögurra ára fangelsi og tvennt, þar á meðan Jaroslava, hlaut þriggja ára fangelsi. Fólkið er dæmt fyrir framleiðslu amfetamíns frá grunni og fyrir mengun sem hlaust af framleiðslunni en úrgangur úr framleiðslunni rann út í náttúruna. Sexmenningarnir voru ennfremur dæmdir til að greiða málskostnað upp á um þrjár og hálfa milljón, og verjendum sínum hvort um sig á bilinu tvær til þrjár milljónir. Verjandi eins sakborningsins sagði við dómsuppkvaðninguna að málinu yrði áfrýjað til Landsréttar.

DV fjallaði um málið í byrjun mars og sagði þá frá því að að framkvæmdar voru húsleitir á hið minnsta sjö stöðum vegna rannsóknar málsins. Athygli vekur að þetta er í fyrsta sinn sem dæmt er fyrir framleiðslu amfetamíns frá grunni og að dómar skuli hafa hlotið fyrir umhverfisspjöll af völdum framleiðslunnar. Lagt var hald á umtalsvert magn fíkniefna, þar á meðal þrjú kíló af amfetamíni í BMW bifreið konunnar sem stöðvuð var við suðurenda Hvalfjarðarganga. Hlaust af því nafnið „Hvalfjarðargangamálið.“ Var hún þá á leið úr sumarbústaðnum sem hópurinn hafði leigt undir framleiðsluna í Borgarfirði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“