fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Þórólfur undrandi á fólki sem biður um undanþágu frá sóttkví

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 31. mars 2020 14:25

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir furðar sig á því hvað margt fólk biður um undanþágu frá sóttkví og samkomubanni. Hann bendir á að þessar aðgerðir hafi skilað okkur þeim árangri sem náðst hefur í að hefta COVID-19 faraldurinn. Mjög órökrétt sé að veita mörgum undanþágu frá sóttkví því þá sé hætta á að faraldurinn færist í aukana á ný.

Þetta kom fram á upplýsingafundi dagsins um COVID-19.

49 greindust smitaðir síðasta sólarhring sem er nokkur fækkun. 47 af 510 sýnum á veirufræðideildinni reyndust jákvæð, sem gerir 9%. Aðeins tvö af um 900 sýnum í skimum Íslenskrar erfðagreiningar reyndust jákvæð, eða 0,2%.

Ellefu eru á gjörgæslu, þar af níu í sóttkví.

Að sögn Þórólfs hafa áður verið sveiflur milli daga en líklegast sé að við séum í hægum vexti. Ekki sé hægt að slá því föstu að við séum að hægja á vextinum því áður hefur þetta sveiflast upp og niður. En þær aðgerðir sem beitt hefur verið séu augljóslega að skila árangri og sá árangur sé hvatning til að halda aðgerðunum áfram.

Af þeim sem greindust síðasta sólarhring voru 29% verið í sóttkví en það hlufall hefur oft farið vel yfir 50%.

„Við erum á lægstu spálínu líkansins hvað varðar fjölda einstaklinga. Okkur er að takast að hægja verulega á þessum faraldri en samt er mikið á lag á Landspítalanum, sérstaklega gjörgæslunni,“ sagði Þórólfur.

Samkomubann stendur til 13. apríl en Þórólfur sagði líklegt að þær aðgerðir yrðu framlengdar. Upplýst verður öðru hvoru megin við helgina hvernig framhaldið verður eftir 13. apríl.

Sjá nánar um tölfræði COVID-19 á covid.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi