fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Getur Össur bjargað þjóðinni úr krísunni? – 20.000 innlendir sýnatökupinnar til prófunar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 24. mars 2020 13:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og kom fram í kvöldfréttum RÚV í gærkvöld er verið að kanna hvort sýnatökupinnar sem stoðtækjafyrirtækið Össur hefur á lager geti nýst í sýnatöku vegna kórónuveirunnar en skortur á sýnatökupinnum er nú farinn að hamla mjög sýnatökum, þeim hefur fækkað á Veirufræðideild Landspítalans og þær hafa stöðvast í bili hjá Íslenskri erfðagreiningu.

DV hafði samband við Össur vegna málsins í dag. Kom þá í ljós að ranghermt var hjá RÚV að pinnarnir væru 100.000, þeir eru aðeins um 20.000, sem þó væri góð búbót. Ekki er komið í ljós hvort pinnarnir uppfylla kröfur sóttvarnalæknis.

Edda Heiðrún Geirsdóttir, markaðsstjóri hjá Össur, var til svara:

„Jú það er rétt, eins og kom fram í kvöldfréttum RÚV í gær er verið að kanna hvort pinnar sem við eigum til á lager gætu hentað til sýnatöku fyrir kórónuveiruna. Ólíkt því sem kemur fram í fréttinni er ekki um 100.000 pinna að ræða heldur u.þ.b. 20.000. Hins vegar er alls óvíst hvort þessir pinnar munu uppfylla kröfur sóttvarnalæknis. DeCode er núna að prófa virkni pinnanna og við væntum svars á næstu dögum. Á meðan stillum við væntingum í hóf en það yrði að sjálfsögðu mikið ánægjuefni ef við gætum aðstoðað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi