fbpx
Þriðjudagur 04.ágúst 2020
Fréttir

Banaslysið í Hestfirði – Talinn hafa sofnað undir stýri

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 24. janúar 2020 12:12

Mynd úr skýrslunni af grjótinu sem bíllinn hafnaði á

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður sendibifreiðar, 66 ára karlmaður sem lést í umferðaslysi á Djúpavegi í Hestfirði í júní 2018, missti stjórn a bifreiðinni og hafnaði á grjóti sem hafði fallið ofan við veginn. Talið er að hann hafi sofnað undir stýri.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Í samantekt skýrslunnar segir:

Ökumaður sendibifreiðar missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún fór út fyrir veg og lenti á stóru grjóti sem hafði fallið úr hlíð fyrir ofan veginn ofan við vatnsrás við veginn. Ökumaðurinn lést í slysinu. 

Í skýrslu segir að af hjólförum eftir bifreiðinna megi sja að henni hafi verið ekið yfir á öfugan vegarhelming út af veginum. Lenti bifreiðin á stóru grjóti með þeim afleiðingum að afturendi hennar kastast aftur upp á veginn.

Auk ökumanns var einn farþegi í sendibifreiðinni og hlaut hann töluverða áverka í slysinu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að farþeginn hafi ekki verið í öryggisbelti.

Ökumaður var hvorki undir áhrifum áfengis eða fíkniefna en þó er talið að hann hafi sofnað undir stýri og við það misst stjórn á bifreiðinni.

Rannsóknarnefnd Samgönguslysa segir í skýrslu að rétt væri að veghaldari taki til skoðunnar hvort hægt sé að takmarka hættu af grjóthruni fyrir ofan veginn.  Eins kemur fram að veghaldari hafi vitað af grjótinu sem sendibifreiðin hafnaði á, og stóð til að fjarlægja það.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Átta ný innanlandssmit
Í gær

Súr gúrka í eftirrétt Víðmelinga

Súr gúrka í eftirrétt Víðmelinga
Fréttir
Í gær

Segir ólíkt Konráð að láta ekki vita af sér

Segir ólíkt Konráð að láta ekki vita af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki grímuskylda í Strætó – Mælt með grímunotkun ef vagn fyllist

Ekki grímuskylda í Strætó – Mælt með grímunotkun ef vagn fyllist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Smit virðist ekki vera útbreitt í samfélaginu

Smit virðist ekki vera útbreitt í samfélaginu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Upplýsingafulltrúi Strætó opnar sig um grímumálið: Stressandi dagar – Má bæta samskipti milli stofnana

Upplýsingafulltrúi Strætó opnar sig um grímumálið: Stressandi dagar – Má bæta samskipti milli stofnana
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Þetta er bara helvíti á jörðu“

„Þetta er bara helvíti á jörðu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hjúkrunarfræðingurinn Rut með mikilvæg skilaboð – „Getur verið að við sjálf höfum kannski sofnað á verðinum og orðið kærulaus?“

Hjúkrunarfræðingurinn Rut með mikilvæg skilaboð – „Getur verið að við sjálf höfum kannski sofnað á verðinum og orðið kærulaus?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Í góðu lagi að fara í sumarbústað um helgina“

„Í góðu lagi að fara í sumarbústað um helgina“