fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Tölvuþrjótar stálu á fjórða hundrað milljónum frá HS Orku

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. september 2019 07:50

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sumar tókst erlendum tölvuþrjótum að brjótast inn í tölvukerfi HS Orku og svíkja sem nemur á fjórða hundrað milljóna íslenskra króna út úr fyrirtækinu. Fyrirtækið vonast til að hægt verði að endurheimta upphæðina að verulegum hluta.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. HS Orka er að helmingshluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða á móti helmingshlut breska sjóðastýringarfyrirtækisins Ancala Partners. Félögin keyptu um 67 prósenta hlut í HS Orku í maí á þessu ári og greiddu um 47 milljarða fyrir. Lífeyrissjóðirnir áttu um þriðjungshlut fyrir.

Í lok ágúst hættu forstjóri, fjármálastjóri og tveir stjórnarmenn störfum hjá fyrirtækinu.

Í skriflegu svari til Fréttablaðsins staðfesti HS Orka að starfsfólk hafi nýlega tekið eftir að brotist hafi verið inn í tölvukerfi fyrirtækisins og þannig hafi tekist að svíkja út verulega greiðslu frá því. Unnið sé með íslenskum og erlendum lögregluyfirvöldum að því að endurheimta féð.

„Fyrir snörp viðbrögð bæði starfsmanna félagsins og lögregluyfirvalda hefur félagið ástæðu til að ætla að stóran hluta fjárhæðarinnar megi endurheimta og líklega geti það dregið umtalsvert úr af leiðingum glæpsins.“

Segir í svarinu að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi