fbpx
Þriðjudagur 17.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Tölvuþrjótar stálu á fjórða hundrað milljónum frá HS Orku

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. september 2019 07:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sumar tókst erlendum tölvuþrjótum að brjótast inn í tölvukerfi HS Orku og svíkja sem nemur á fjórða hundrað milljóna íslenskra króna út úr fyrirtækinu. Fyrirtækið vonast til að hægt verði að endurheimta upphæðina að verulegum hluta.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. HS Orka er að helmingshluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða á móti helmingshlut breska sjóðastýringarfyrirtækisins Ancala Partners. Félögin keyptu um 67 prósenta hlut í HS Orku í maí á þessu ári og greiddu um 47 milljarða fyrir. Lífeyrissjóðirnir áttu um þriðjungshlut fyrir.

Í lok ágúst hættu forstjóri, fjármálastjóri og tveir stjórnarmenn störfum hjá fyrirtækinu.

Í skriflegu svari til Fréttablaðsins staðfesti HS Orka að starfsfólk hafi nýlega tekið eftir að brotist hafi verið inn í tölvukerfi fyrirtækisins og þannig hafi tekist að svíkja út verulega greiðslu frá því. Unnið sé með íslenskum og erlendum lögregluyfirvöldum að því að endurheimta féð.

„Fyrir snörp viðbrögð bæði starfsmanna félagsins og lögregluyfirvalda hefur félagið ástæðu til að ætla að stóran hluta fjárhæðarinnar megi endurheimta og líklega geti það dregið umtalsvert úr af leiðingum glæpsins.“

Segir í svarinu að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn
Fréttir
Í gær

Grímur ósáttur: Arion banki rukkar látinn mann – Skorar á bankann að hætta að særa fólk

Grímur ósáttur: Arion banki rukkar látinn mann – Skorar á bankann að hætta að særa fólk
Fréttir
Í gær

Mynd dagsins: Nýr eigandi WOW Air flýgur um í Icelandair: „Æjæj og í verstu sætunum í vélinni“

Mynd dagsins: Nýr eigandi WOW Air flýgur um í Icelandair: „Æjæj og í verstu sætunum í vélinni“
Fréttir
Í gær

Sólveig í Eflingu um hörmungar Landspítalans: „Það kostar að leyfa græðginni að ráða för“

Sólveig í Eflingu um hörmungar Landspítalans: „Það kostar að leyfa græðginni að ráða för“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga beið í 32 mínútur eftir sjúkrabíl: „Ef hann hefði verið tæpur hefði hann verið löngu dauður“

Inga beið í 32 mínútur eftir sjúkrabíl: „Ef hann hefði verið tæpur hefði hann verið löngu dauður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvítur sendiferðabíll í ljósum logum við Smáratorg

Hvítur sendiferðabíll í ljósum logum við Smáratorg