Þriðjudagur 21.janúar 2020
Fréttir

Svavar Knútur: „Aldrei má bara bæta kjör fólks án þess að klípa af því á móti“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 18. september 2019 13:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur gagnrýndi borgarstjórn Reykjavíkur harðlega á Twitter í dag.

„Reykjavíkurborg kynnti á sínum tíma styttingu vinnuviku sem verkefni sem kæmi sér vel bæði fyrir vinnustað og starfsfólk. Allir græddu á þessari nýjung, enda yrði fólk skilvirkara. Nú eru kjarasamningar. RVK: Þið eruð að græða svo mikið og þetta er voða dýrt fyrir okkur. Ekki kúl“

Svavar segir þetta heita „Bait and switch“ á ensku sem hægt væri að þýða sem „tæla og skipta“ á íslensku.

„Borgin kynnir þetta sem voða gott fyrir alla en vill nú selja fólki tíu mínútur á dag og líka að matartímar séu undir. Nú er ég ekki borgarstarfsmaður, en þekki marga borgarstarfsmenn og fólki finnst þetta ógeðslega billeg framkoma.“

Svavar er ósáttur með það að stytting vinnuviku sé orðinn eins og einhver greiði við starfsfólkið þegar þetta átti upphaflega að láta alla græja með aukinni skilvirkni.

„Verkefni sem var góð sátt um og starfsfólk og vinnustaðir fundu að var að gera öllum gott er nú allt í einu orðinn svaka greiði við starfsfólkið og aldrei má bara bæta kjör fólks án þess að klípa af því á móti. Hvað er það?“

Svavar merkir síðan nokkra aðila í borgarstjórn til að vekja athygli á máli sínu. Hann merkir Dag B. Eggertsson, Líf Magneudóttir, Pawel Bartoszek, Dóru Björt Guðjónsdóttur og Heiðu Björg Hilmisdóttir en ekkert þeirra hefur svarað þegar þetta er skrifað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Sólveig segir ótrúlegt að Árni Páll hafi lækað „kvenfyrirlitningu“

Sólveig segir ótrúlegt að Árni Páll hafi lækað „kvenfyrirlitningu“
Fréttir
Í gær

„Já, ég held að við ættum að skammast okkar“

„Já, ég held að við ættum að skammast okkar“
Fréttir
Í gær

Tveir menn rændu dreng í Langholtshverfi

Tveir menn rændu dreng í Langholtshverfi
Fréttir
Í gær

Kærkominn sigur gegn Portúgal

Kærkominn sigur gegn Portúgal
Í gær
Þögnin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

5 íslenskar barnastjörnur sem sneru sér að öðrum sviðum

5 íslenskar barnastjörnur sem sneru sér að öðrum sviðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Par sem hitti Guðmund Frey daginn örlagaríka segir að hann hafi verið viti sínu fjær vegna peningaskuldar

Par sem hitti Guðmund Frey daginn örlagaríka segir að hann hafi verið viti sínu fjær vegna peningaskuldar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja að Guðmundi Frey hafi verið misþyrmt á fósturheimili í æsku – „Sýndi mér stólinn sem hann var bundinn í og hýddur ítrekað“

Segja að Guðmundi Frey hafi verið misþyrmt á fósturheimili í æsku – „Sýndi mér stólinn sem hann var bundinn í og hýddur ítrekað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Alvarlegt ástand tveggja pilta sem féllu í sjóinn í Hafnarfirði

Alvarlegt ástand tveggja pilta sem féllu í sjóinn í Hafnarfirði