fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Sigmundur vill ekki að popúlistar sjái um umhverfismálin: „Enn á að refsa al­menn­ingi með alls kon­ar nýj­um gjöld­um“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 14. september 2019 13:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur verið iðinn við lopann undanfarið þegar kemur að því að skrifa skoðanapistla í Morgunblaðið.

Dagurinn í dag er engin undantekning frá því en Sigmundur skrifaði að þessu sinni um popúlista, umhverfismál og sýndarstjórnmál. Hann opnar pistilinn með setningu um trúarbrögð og pólítík.

„Það reyn­ist ekki vel að breyta trú­ar­brögðum í póli­tík og ekki held­ur að breyta póli­tík í trú­ar­brögð.“

Sigmundur segir að því meiri athygli sem póli­tísk viðfangs­efni vekja þeim mun meiri hætta er á þau séu gerð að trú­ar­brögðum, þetta sé ein af þeim afleiðingum sýndarstjórnmála.

„Þegar sú er orðin raun­in telj­ast hinir áköf­ustu jafn­an hæst skrifaðir í söfnuðinum og sam­keppn­in um að vera betri en aðrir eykst. Það er ým­ist gert með því að ganga lengra en fé­lag­arn­ir eða með því að for­dæma aðra, t.d. þá sem ef­ast um ofs­ann.“

Hann segir að þeir sem vilji leysa mál­in með hliðsjón af vís­ind­um og al­mennri skyn­semi séu for­dæmd­ir sem villu­trú­ar­menn, þá sé ekk­ert hlustað á skýr­ing­ar.

„Þeir sem vilja falla í kramið þurfa meðal annars að sýna tryggðina með því að temja sér að nota orðin sem æðstu-klerk­arn­ir telja viðeig­andi hverju sinni. Ann­ars eru þeir úti. Sam­an­ber: „Maður­inn sagði lofts­lags­breyt­ing­ar eft­ir að búið var að gefa út til­skip­un um að þetta héti ham­fara­hlýn­un. Hann er aug­ljós­lega ekki einn af okk­ur.Þeir sem reyna sitt besta til að kom­ast í söfnuðinn, læra kenni­setn­ing­arn­ar og tungu­takið, geta þó átt erfitt upp­drátt­ar ef þeir koma ekki úr réttri átt. Sýnd­ar­póli­tík­in dæm­ir nefni­lega það sem er sagt og gert út frá því hver á í hlut, jafn­vel út frá lík­am­leg­um ein­kenn­um.“

Sigmundur talar því næst um ríkisstjórnina og umræðuna sem kom í kjölfar stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

„Rík­is­stjórn­in vill gera lofts­lags­mál­in að for­gangs­verk­efni og virðist ætla að leita í smiðju söfnuðar­ins sem legg­ur lín­urn­ar í þeim efn­um, meðal annars fínni meðlimanna sem koma reglu­lega sam­an á einkaþot­un­um til að tala um fyr­ir fólki sem keyr­ir bíl eða fer stöku sinn­um í flug­vél til útlanda. Í umræðum um stefnuræðu for­sæt­is­ráðherra vöruðu marg­ir við po­púl­isma og þeim hræðslu­áróðri sem ein­kenni hann um leið og þeir minntu á að heim­ur­inn væri að far­ast.“

„Viðbrögð safnaðar­ins létu ekki á sér standa

Sigmundur segist hafa lagt áherslu á mikilvægi umhverfismálanna eins og hann hefur gert oft áður en hann undirstrikar mikilvægi þess að nálgast viðfangsefnið með hjálp vísinda og út frá staðreyndum. Hann segir það ekki hjálpa að viðhafa tilhæfulausan hræðsluáróður og vísaði í athugasemdir Petteri Taalas, for­stjóra Alþjóðaveður­fræðistofn­un­ar­inn­ar (WMO), um mikilvægi þess að nálgast loftslagsmál út frá vísindum og skynsemi en ekki hræðslu og öfgum.

„Viðbrögð safnaðar­ins létu ekki á sér standa. Aðstoðarmaður ráðherra sendi frá sér skila­boð um að þetta rugl þyrfti að stöðva í fæðingu. Fé­lags­skap­ur sem kall­ar sig hvorki meira né minna en Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands brást skjótt við og full­yrti snemma næsta dag að ég hefði verið að vísa í fé­lags­skap í Bretlandi sem skipaður væri fals­spá­mönn­um og því væri þetta allt tóm vit­leysa. Ekki vissi ég af til­vist þess hóps og gat því ekki vísað í hann en hafði látið mér nægja að vísa í gögn Sam­einuðu þjóðanna. Dag­ur­inn var svo ekki hálfnaður þegar dreift var nýrri yf­ir­lýs­ingu frá Finn­an­um skyn­sama hjá WMO. Hvernig skyldi það hafa gerst?“

Sigmundur kemur síðan með kenningu um það hvernig þetta hafi gerst

„Finn­inn vina­legi var ef til vill nýsest­ur með morgunkaffið á skrif­stofu sinni í Genf þegar rit­ar­inn skaut inn koll­in­um og til­kynnti að í sím­an­um væri maður sem segðist vera ís­lensk­ur starfsmaður Sam­einuðu þjóðanna í Brus­sel. Þessi maður héldi því fram að á Íslandi væri full­yrt að hann, sjálf­ur fram­kvæmda­stjóri WMO, teldi enga þörf á aðgerðum í lofts­lags­mál­um. Þetta væri byggt á blaðaviðtöl­um við hann.

Hvort sem skila­boðin bár­ust með þess­um hætti eða ekki lét Finn­inn yf­ir­vegaði hafa sig í að verja hluta dags­ins í að skrifa langa yf­ir­lýs­ingu um að hann hefði vissu­lega áhyggj­ur af lofts­lags­mál­um.

Þótt ekki verði full­yrt hver fékk fram­kvæmda­stjór­ann til að skrifa yf­ir­lýs­ing­una er ljóst að emb­ætt­ismaður­inn og aktív­ist­inn í Brus­sel tók að sér að skila henni til ís­lenskra fjöl­miðla. Maður sem hafði enga aðkomu að mál­inu (hvað sem líður tengsl­um við um­hverf­ispo­púl­ista á Íslandi).“

Hann segir ekki vera vitað til þess hvort nokkur maður hafi haldið því fram að fram­kvæmda­stjóri WMO hafi af­neitað lofts­lags­breyt­ing­um.

„Það var því illa gert að raska ró hans með slík­um full­yrðing­um. Best var þó að yf­ir­lýs­ing Finn­ans skyn­sama fól fyrst og fremst í sér ít­rek­un á fyrri af­stöðu. Hann út­listaði að lofts­lags­breyt­ing­ar væru vissu­lega áhyggju­efni en mik­il­vægt væri að nálg­ast vand­ann á grund­velli vís­inda og skyn­semi en ekki með hræðslu­áróðri. Ég var því ekki síður ánægður með nýju yf­ir­lýs­ing­una en viðtalið.“

Túlkun fjölmiðla sérkennileg og villandi

Sigmundur segir túlkun sumra fjölmiðla hér á landi hafi verið allsérkennileg og jafnvel villandi. Hann vitnar svo í fyrirsögn fréttar sem Vísir skrifaði um málið, „Stjóri veður­stof­un­ar sem Sig­mund­ur vitnaði í seg­ir orð sín af­bökuð“.

„Erfitt var að skilja þetta öðru­vísi en svo að „veður­stofu­stjór­inn“ teldi mig hafa af­bakað orð sín. Hann hafði ekki sagt neitt slíkt. Aðeins ít­rekað það sem ég hafði hrósað hon­um fyr­ir.“

Hann segir Ríkisútvarpið ekki vera undanskilið þegar kemur að þessari meintu sérkennilegu og villandi túlkun á orðum hans.

„Í Kast­ljósi var mál­inu fylgt eft­ir með hreint dæma­lausu viðtali við stjórn­mála­fræðing. Þar leitaðist þing­frétta­rit­ari rík­is­ins til margra ára við að fylgja eft­ir hlut­leys­is­stefnu stofn­un­ar­inn­ar með því að krefja viðmæl­and­ann svara um hvort það væri ekki al­veg á hreinu að hann teldi Miðflokk­inn al­gjör­lega glataðan. Fram­gang­an kall­ar á umræðu á öðrum vett­vangi en aft­ur að um­hverf­is­mál­un­um.“

„Get­um við ekki sam­ein­ast um að taka á um­hverf­is­mál­um af skyn­semi?“

Sigmundur segir boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum ekki vera allar til þess fallnar að leysa vandann.

„Enn á að refsa al­menn­ingi fyr­ir það eitt að vera til með alls kon­ar nýj­um gjöld­um. Ofan á ný eldsneyt­is­gjöld bæt­ast ný gjöld fyr­ir að fara um göt­urn­ar sem skatt­greiðend­ur voru þegar bún­ir að borga. Afrakst­ur­inn á að fara í óend­an­lega dýra borg­ar­línu sem mun hafa þann „viðbót­ar­kost“ að þrengja að um­ferðinni. Urðun­ar­skatt­ur verður svo notaður til að refsa fólki fyr­ir að kaupa hluti og draga þannig úr neyslu. Á sama tíma reiða stjórn­völd sig þó á aukna neyslu til að láta fjár­lög­in ganga upp.“

Hann botnar pistilinn með því að velta því fyrir sér hvort ekki sé hægt að sameinast um það að beita skynsemi í umhverfismálum

„Get­um við ekki sam­ein­ast um að taka á um­hverf­is­mál­um af skyn­semi? Ræktað landið, stutt vel við ís­lenska mat­væla­fram­leiðslu, eflt rann­sókn­ar­starf, lyft þró­un­ar­verk­efn­um sem þegar hafa skilað ótrú­leg­um ár­angri, en mæta enda­laus­um hindr­un­um, og fram­leitt orku úr sorpi í um­hverf­i­s­vænni há­tækni-sorp­brennslu? Þannig mætti lengi telja. Um­hverf­is­mál­in eru of mik­il­væg­ur mála­flokk­ur til að þeim sé fórnað á alt­ari sýnd­ar­stjórn­mál­anna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“