Mánudagur 24.febrúar 2020
Fréttir

Guðberg lenti í grófu einelti og kynferðisofbeldi – „Ég gat ekki andað og missti meðvitund“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 24. ágúst 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókin Þjófur, fíkill, falsari eftir Guðberg Guðmundsson kom út fyrir áratug. Í bókinni hann rekur litríka ævi sína sem var mörkuð af ástandinu, einelti, vímuefnanotkun og glæpum. Guðberg bauð blaðamanni í kaffi og leit yfir farinn veg. Hann vill segja sögu sína til að sýna öðrum, sem hafa tekið hliðarspor af lífsins beinu braut, að þeir eigi þaðan afturkvæmt. Það sé leið út úr þessu rassgati.

Þetta er brot úr stærra viðtali í helgarblaði DV

Ástandsbarn

Guðberg Guðmundsson er sonur Bjargar Svövu Gunnlaugsdóttur og ameríska hermannsins Douglas Reymond McPhail, og er í hópi þeirra barna sem fæddust í ástandinu. Björg var ung að aldri og átti erfitt með að sjá fyrir syni sínum, svo með semingi gaf hún hann frá sér svo hann fengi að alast upp við betri kost. Björg átti fleiri börn, en Guðberg var það eina sem hún gaf frá sér.

Það voru svo kjörforeldrar Guðbergs, Anna Vigfúsdóttir og Guðmundur Guðjón Sigurðsson, sem völdu honum nafn og ólu hann upp. Ísland er lítið land, og þótt kjörforeldrar Guðbergs hefðu haldið því frá honum að hann væri ættleiddur, þá varð Guðberg fyrir aðkasti fyrir að vera „ástandsbarn“ og auk þess hafði hann margoft heyrt útundan sér sögur af uppruna sínum.

Anna, kjörmóðir Guðbergs, óttaðist gífurlega að líffræðileg móðir hans hefði upp á honum, svo þrátt fyrir að vera skírður Guðberg Guðmundsson, var hann kallaður Guðbergur Guðjónsson. Þetta taldi Anna að kæmi í veg fyrir að Björg, móðir hans, fyndi hann og tæki hann til baka. Ótti Önnu var slíkur að hún tók einnig upp á því að loka Guðberg inni í skáp þegar gesti bar að garði. Fela hann, vernda hann, halda honum hjá sér. Það var svo ekki fyrr en hann fermdist sem kjörforeldrar hans sögðu honum sannleikann, sem Guðberg hafði þá vitað um nokkra hríð. „Ég sagði bara; Æ, mamma og pabbi, haldið þið ekki að ég sé búinn að fá að heyra ljótar sögur af henni mömmu. Ég skildi ekki af hverju þau völdu einmitt þennan dag til að segja mér þetta, rétt áður en ég gekk til prestsins til að fermast.“

Þessi uppruni Guðbergs hafði mikil áhrif á uppvöxt hans. Bæði varð þetta til þess að honum var strítt en einnig beið hann skaða af því að kjörforeldrar hans héldu sannleikanum jafn lengi frá honum og raun bar vitni. Að komast að því að hans eigin móðir hefði ekki viljað hann, hefði gefið hann frá sér, var gífurlega erfitt. Guðberg upplifði mikla höfnun. „Ætli það hafi ekki verið þess vegna sem ég var síleitandi allt mitt líf og gekk kvenna á milli. Ég hef verið að leita að mömmu.“ Auk þess þekkti hann engin deili framan af hvorki af móður sinni né föður. Það eina sem hann vissi var að faðir hans var frá Ameríku.

„Ég lokaði mig bara inni og horfði á amerískar kvikmyndir, því pabbi minn var Kani. Ég sannfærði sjálfan mig um að einhver maðurinn í myndunum væri pabbi minn. Svo kom hún mamma eitt kvöldið þegar ég var barn, bankaði upp á eitt kvöldið. Ég sá þessa gullfallegu konu og vissi strax að þetta var mamma mín. Hún faðmaði mig og kyssti og hágrét. Hún var að kveðja því hún var að flytja til útlanda.“ Kjörmóðir Guðbergs var ekki ánægð með þessa heimsókn og sagði Guðberg að þarna væri einhver frænka hans á ferð, en Guðberg vissi betur.

Einelti

Eftir tiltölulega áfallalausa og hamingjuríka æsku í Laugarnesinu í Reykjavík fluttist fjölskyldan búferlum suður með sjó. Varð það örlagarík ákvörðun fyrir Guðberg því í Garði lenti hann í hryllilegu einelti sem markaði líf hans til frambúðar. „Ég átti yndislega æsku í Laugarnesinu, alveg yndislega. Þarna var sannkallaður ævintýraheimur. Við strákarnir höfðum sérstaklega gaman af því að fara að stríða konunum í Laugunum, svona smá púkar í okkur, en auðvitað ekki af neinni illgirni.“ Það er til marks um breytta tíma að heyra Guðberg rifja upp æskuna. Þegar hann var ungur var hann tjóðraður við staur í garðinum svo hann færi ekki á flakk. Nágrannabörnin gerðu sér það að leik að koma þar að og henda ýmislegu lauslegu í Guðberg, sem gat sér enga björg veitt. „Auðvitað langaði mann að vera laus og fara að skoða heiminn.“

Síðan flutti fjölskyldan í Garð. Þar tók við hryllilegur tími í æsku Guðbergs. „Þar var alveg hryllilegt. Ég var orðinn skemmdur löngu áður en ég náði að verða fullorðinn. Fólk vissi ekki hvað einelti var á þessum tíma, enginn trúði neitt á þetta.“

Guðberg varð fyrir grófu einelti og má hreinlega segja að hann sé heppinn að hafa lifað það af. Hann var laminn, níddur, niðurlægður og eitt sinn var hann næstum því drepinn.

„Þá lokuðu þeir mig inni í súrefnissnauðri hlöðu. Ég gat ekki andað og missti meðvitund. Svo var opnað fyrir einhverja loku sem varð mér til lífs. Ég vaknaði þarna fyrir utan og heyrði einn spyrja: „Er hann dáinn“, og annar svaraði: „Æ, látum helvítið liggja“. Hvernig getur fólkið fengið það af sér að ráðast svona á lítinn dreng.“

Þetta var ekki eina skiptið sem Guðberg var heppinn að sleppa lifandi frá eineltinu. Gerendur hans tóku upp á því að sitja fyrir Guðberg og vini hans og skjóta á þá með haglabyssu.

Hann sætti einnig kynferðisofbeldi. Þegar hann var aðeins barn að aldri, varla orðinn unglingur, tældi mun eldri kona hann til samlags við sig. „Hún segir söguna reyndar öðruvísi og segir að ég hafi tælt sig, en ég var bara barn. Í dag yrði væntanlega litið á þetta sem nauðgun held ég.

Ofbeldi er þannig, við skulum muna eftir því, að árið 1000 þá sættumst við með alla reiði og allan kvikindishátt og tókum það að okkur að verja náungann. Þetta voru bara hryllileg ár. Þar til ég bara forðaði mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðmundi þykir líklegt að þingflokkur Miðflokksins hafi farið á duglegt fyllerí í síðustu viku

Guðmundi þykir líklegt að þingflokkur Miðflokksins hafi farið á duglegt fyllerí í síðustu viku
Fréttir
Í gær

Katrín í áfalli yfir ofbeldinu: „Við sem erum fullorðin hljótum og verðum að bregðast við“

Katrín í áfalli yfir ofbeldinu: „Við sem erum fullorðin hljótum og verðum að bregðast við“
Í gær

Mái snýr aftur

Mái snýr aftur
Í gær

Fimm mínútna, „sanngjörn“ réttarhöld

Fimm mínútna, „sanngjörn“ réttarhöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórarinn segir íbúa kolbrjálaða út í Dag: „Ég veit svo sem til þess að við heimili þitt að Óðinsgötu ert þú með einkastæði“

Þórarinn segir íbúa kolbrjálaða út í Dag: „Ég veit svo sem til þess að við heimili þitt að Óðinsgötu ert þú með einkastæði“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrottarnir í Hamraborg hvergi nærri hættir: „Þeir segjast ætla að ráðast á hann aftur ef hann talar við lögregluna”

Hrottarnir í Hamraborg hvergi nærri hættir: „Þeir segjast ætla að ráðast á hann aftur ef hann talar við lögregluna”
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vara við hellaferðum á Reykjanesi eftir gasmælingar í gær

Vara við hellaferðum á Reykjanesi eftir gasmælingar í gær