fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Innbrotum á heimili fjölgar í höfuðborginni

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 12:25

Innbrot - Mynd tengist frétt ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júlímánuði bárust 68 tilkynningar um innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglu um skráð hegningarlagabrot í umdæminu. Alls voru skráð 725 hegningarlagabrot og fjölgaði þeim lítillega frá júnímánuði.

Í skýrslunni kemur fram að 34 innbrot á heimili hafi verið skráð í mánuðinum sem er það næstmesta í einstökum mánuði þar sem af er ári. Þau voru 32 í júní, 26 í maí, 29 í apríl, 28 í mars, 35 í febrúar og 20 í janúar. Þegar á heildina er litið voru tilkynnt innbrot innan útreiknaðra marka fyrir síðustu sex og síðustu tólf mánuði á undan. Er þá einnig tekið tillit til innbrota í fyrirtæki og ökutæki.

Þá kemur fram í skýrslunni að töluverð fjölgun hafi orðið á tilkynningum um eignaspjöll, eða 23 prósent á milli mánaða. „Af þeim flokkum sem teknir eru fyrir í þessari skýrslu var mesta fjölgunin á minniháttar eignaspjöllum. Skráðum fíkniefnabrotum fækkaði töluvert á milli mánaða og fóru úr 155 brotum í 118 brot. Engin stórfelld fíkniefnabrot voru skráð á höfuðborgarsvæðinu í júlí.“

Þá segir lögregla að heilt yfir hafi tilkynningum um þjófnað fækkað á milli mánaða. Lögregla vekur þó athygli á að tilkynningum um þjófnað á farsímum fjölgaði nokkuð. „Lögreglan vill því nota tækifærið og benda fólki á óskilamunasíðu lögreglunnar inná www.logreglan.is en þar setur lögreglan meðal annars inn myndir af farsímum sem hafa komið í leitirnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn á Reykjanesbraut undrandi: Brunaði fram úr löggunni á 150 kílómetra hraða

Lögreglumenn á Reykjanesbraut undrandi: Brunaði fram úr löggunni á 150 kílómetra hraða
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn