fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Ólafur Ragnar og Dorrit á mynd með vinkonum Jeffrey Epstein

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 11:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daily Mail hefur birt mynd af Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta Íslands, og Dorrit Moussaieff, með vinkonum Jeffrey Epstein. Myndin var tekin í boði sem kampavínsfyrirtækið Dom Perignon hélt. Fréttablaðið vakti athygli okkar á þessu. Meginviðfangsefni fréttar Daily Mail eru tengsl Epsteins við Katherine Keating, dóttur Paul Keating, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu.

Á myndinni má einnig sjá Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærustu Epsteins. Hún er sögð vera í felum núna og er grunuð um hlutdeild í saknæmu atferli Epsteins en hann var ákærður fyrir víðtæka kynferðislega misnotkun og mansal á börnum. Maxwell er næstlengst til hægri á myndinni, við hliðina á Dorrit. Hins vegar er dreginn hringur utan um andlit Katherine Keating á myndinni.

Epstein framdi sjálfsvíg í fangaklefa sínum fyrir skömmu. Hann hélt kynlífsveislur þar sem kornungar stúlkur voru misnotaðar. Hann á marga fræga vini sem reyna nú allt hvað getur að sverja af sér tengsl við hann. Meðal þeirra eru Andrew Bretaprins.

Talið er að andlát Epsteins ýti undir ákefð yfirvalda til að hafa hendur í hári Maxwell og ákæra hana fyrir hlutdeild í glæpunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi