fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Ný kaffihús opnuð í Eymundsson um mánaðamótin – „Ég get fullvissað þig um að kaffið er ekki á útleið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 15:25

Úr einni af verslunum Eymundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við munum gera lýðum ljóst eftir hálfan mánuð hvernig við ætlum að hafa þetta. Ég get fullvissað þig um að kaffið er ekki á útleið úr verslunum Pennans/Eymundsson, þvert á móti ætlum við að efla kaffihúsin,“ segir Ingimar Jónsson, forstjóri Pennans/Eymundsson, í stuttu viðtali við DV.

Það hefur vakið nokkrar áhyggjur bóka- og kaffihúsavina að samstarfssamningur Te & Kaffi, sem hefur rekið kaffihús í nokkrum verslunum Eymundsson um áraraðir, og Pennans/Eymundsson, er útrunninn og ekki hefur tekist að endurnýja samkomulagið. Hafa margir lýst yfir áhyggjum vegna þessa og séð fyrir sér kaffihúsalausar bókabúðir í miðbænum sem gæti ýtt undir hnignun þeirra enda hafa þessi kaffihús verið vinsæl. Ingimar staðhæfir hins vegar að þessar áhyggjur séu með öllu óþarfar.

Penninn/Eymundsson mun reka kaffihúsin

Nýju kaffihúsin verða opnuð um næstu mánaðamót og þá afhjúpast hvert yfirbragð þeirra verður og hvað þau munu heita en þegar liggur ljóst fyrir að fyrirtækið sjálft, Penninn/Eymundsson, mun sjá um rekstur þeirra. „Við höfum á undanförnum árum rekið kaffihús í verslun okkar í Vestmannaeyjum og við höfum líka sett upp minni útfærslur á Húsavík og í Keflavík,“ segir Ingimar sem er bjartsýnn á rekstur kaffihúsanna. „Það verður auðvitað að koma í ljóst hvernig reksturinn mun ganga en við erum með 15 búðir og höfum því möguleika á að opna 15 kaffihús. Við höfum trú á því að þetta muni skila hagnaði.“

„Það er vissulega rétt að Te & Kaffi mun fara út úr verslunum Pennans-Eymundsson á næstu vikum enda heildarsamningur okkar á milli að klárast. Te & Kaffi vildi ræða nýjar áherslur í samningi fyrirtækjanna, m.a. um rekstur einstakra kaffihúsa, en samkomulag um slíkt náðist ekki. Niðurstaðan var því sú að endurnýja ekki samninginn,“ segir Guðmundur  Halldórsson, framkvæmdastjóri Te & Kaffi við DV. Að hans sögn gæti farið svo að nýtt kaffihús undir merkjum keðjunnar verði opnað á Akureyri í stað þess sem hættir rekstri í verslun Pennans/Eymundsson þar:

„Þetta eru fjögur kaffihús sem verður lokað; eitt á Akureyri og þrjú í 101 Reykjavík. En fyrir aðdáendur Te & Kaffi í miðborg Reykjavíkur er vert að minna á kaffihús okkar á Laugavegi 27, Hlemmi, Lækjartorgi og Aðalstræti. Einnig er ekki útlokað að við reynum að finna aðra staðsetningu á Akureyri enda eigum við marga viðskiptavini þar sem við viljum halda áfram að þjónusta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst