Þriðjudagur 21.janúar 2020
Fréttir

Tekjur Vaðlaheiðarganga 35-40% minni en áætlað var

Karl Garðarsson
Mánudaginn 15. júlí 2019 13:55

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rekstur Vaðlaheiðarganga hefur valdið vonbrigðum í sumar. Áætlun rekstrarfélagsins gerði ráð fyrir að um 90% af umferð um svæðið færi í gegnum göngin – raunin er hins vegar sú að hlutfallið er nær 70%. Hinir bílarnir fara um Víkurskarðið. Umferð um Víkurskarðið hefur aukist eftir því sem hefur liðið á sumarið, á kostnað ganganna.

Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir  í samtali við DV að tekjur sumarsins séu 35-40% minni en áætlað var. Það stafi ekki bara af færri bílum, heldur líka vegna þess að fleiri hafi greitt fyrirfram fyrir ferðir en áætlað var, og fengið þannig góðan afslátt. Veðrið skipti líka máli, ef það er sól og gott skyggni þá fari menn frekar Víkurskarðið. Þá vanti enn að ganga frá í kringum göngin og að merkingar megi vera betri, auk þess sem rútur með ferðamenn fari frekar yfir Víkurskarðið og spari sér þar með greiðslu í göngin. Verðið standi hins vegar ekki í útlendingum.

Valgeir segir erfitt að átta sig á hver tekjulækkunin sé á ársgrundvelli, þar sem umferð sé misjöfn eftir árstíðum og að fyrsta árið sé í raun reynslutími. Upphaflegar áætlanir hafi gert ráð fyrir að allt að 90% allra bíla færu um göngin og hafi þar verið tekið mið af reynslu Hvalfjarðarganga, þar sem hlutfallið var reyndar 99%.

Verðskrá Vaðlaheiðarganga hefur sætt gagnrýni og segir Valgeir að það komi til greina að endurskoða hana. „Það er einn af þeim póstum sem þarf að skoða,“ segir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Sólveig segir ótrúlegt að Árni Páll hafi lækað „kvenfyrirlitningu“

Sólveig segir ótrúlegt að Árni Páll hafi lækað „kvenfyrirlitningu“
Fréttir
Í gær

„Já, ég held að við ættum að skammast okkar“

„Já, ég held að við ættum að skammast okkar“
Fréttir
Í gær

Tveir menn rændu dreng í Langholtshverfi

Tveir menn rændu dreng í Langholtshverfi
Fréttir
Í gær

Kærkominn sigur gegn Portúgal

Kærkominn sigur gegn Portúgal
Í gær
Þögnin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

5 íslenskar barnastjörnur sem sneru sér að öðrum sviðum

5 íslenskar barnastjörnur sem sneru sér að öðrum sviðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Par sem hitti Guðmund Frey daginn örlagaríka segir að hann hafi verið viti sínu fjær vegna peningaskuldar

Par sem hitti Guðmund Frey daginn örlagaríka segir að hann hafi verið viti sínu fjær vegna peningaskuldar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja að Guðmundi Frey hafi verið misþyrmt á fósturheimili í æsku – „Sýndi mér stólinn sem hann var bundinn í og hýddur ítrekað“

Segja að Guðmundi Frey hafi verið misþyrmt á fósturheimili í æsku – „Sýndi mér stólinn sem hann var bundinn í og hýddur ítrekað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Alvarlegt ástand tveggja pilta sem féllu í sjóinn í Hafnarfirði

Alvarlegt ástand tveggja pilta sem féllu í sjóinn í Hafnarfirði