fbpx
Mánudagur 18.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Kókaínfaraldur á Sauðárkróki: Foreldrar uggandi – Segir að selja hafi átt kókaín á unglingaballi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 22. febrúar 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhyggjufullur faðir hafði samband við DV vegna kókaínfaraldurs á Sauðárkróki og sagði hann fólk hafa verið handtekið með kókaín í fórum sínum í nokkrum tilvikum á stuttum tíma. Maðurinn segist vera faðir unglinga og honum finnist óþolandi að svona viðgangist í jafnlitlum bæ og Sauðárkrókur er. Segir maðurinn að áform hafi verið um að selja drýgt kókaín á unglingaballi Samfés í bænum en ekki hafi orðið af því þar sem lögregla hafi náð að gera efnið upptækt.

DV hafði samband við Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjón Lögreglunnar á Norðurlandi Vestra, og kannaðist hann við málin.

„Við höfum tekið í þrígang aðila með kókaín á undanförnum vikum. Við höfum svo sem tekið svona efni áður en þetta er mikið á svona stuttum tíma og þetta er ekki normið.“

Stefán segir liggja fyrir að efnið hafi í öllum tilvikum verið ætlað til sölu, hins vegar hafi þetta samt ekki verið mikið magn. „Þetta var ekki í kílóavís.“

Stefán segir að fólkið sem lagt var halda á kókaín hjá hafi verið látið laust að loknum yfirheyrslum. Ekki var um sömu aðila að ræða í öllum tilvikum. Aðspurður um áform um sölu á drýgðu kókaíni á Samfésballi sagðist Stefán ekki geta tjáð sig neitt um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur þú séð Lily ? – Rænt fyrir utan Super 1 á Hallveigarstíg

Hefur þú séð Lily ? – Rænt fyrir utan Super 1 á Hallveigarstíg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skotárásin í Christchurch með augum pólítískra skopmyndateiknara

Skotárásin í Christchurch með augum pólítískra skopmyndateiknara