fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Heimilislaus kona sofnaði inni í tónlistarhúsi í miðborginni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. desember 2019 08:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um innbrot í tónlistarhús í miðborg Reykjavíkur klukkan hálf fimm í nótt. Öryggisverðir í húsinu sáu einstakling á ferli en í ljós kom að þarna var um að ræða heimilislausa konu sem hafði sofnað í húsinu.

Konan sagðist hafa farið inn um kvöldið með bjór og tölvuna sína en síðan sofnað. Hún hafði síðan vaknað og farið að nota salernið þegar öryggisverðir urðu varir við hana. Þá hafi hún ætlað að koma sér út er lögregla kom á vettvang. Ekki kemur fram um hvaða tónlistarhús sé að ræða þó leiða megi líkur að því að konan hafi komið sér fyrir í Hörpunni.

Tilkynnt var um innbrot og þjófnað í miðborginni klukkan hálf sjö í gærkvöldi. Þar hafði maður brotið rúðu og farið inn á heimili en hann hljóp út þegar hann varð var við íbúa í húsinu. Að sögn lögreglu náði maðurinn að taka einhverja muni með sér en ekki er vitað hverju var nákvæmlega stolið.

Rétt fyrir klukkan 21 í gærkvöldi kom starfsmaður fyrirtækis í miðborginni að manni inni á skrifstofu fyrirtækisins og var maðurinn að stela fartölvu sem þar var. Þjófurinn hljóp út og skildi tölvuna eftir.

Loks voru tveir ökumenn stövaðir í miðborginni gærkvöldi, en annar er grunaður um fíkniefnaakstur en hinn um áfengis- og fíkniefnaakstur.

Klukkan hálf sex í gærkvöldi var starfsmaður póstþjónustu bitinn í Mosfellsbæ. Starfsmaðurinn var að fara með póstsendingu í hús þegar hundur réðist að honum og beit hann. Maðurinn ætlaði að leita sér aðstoðar á bráðadeild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“