Laugardagur 18.janúar 2020
Fréttir

Helgi hjólar í kollega sína: „Annars fara þau á hausinn eða segja upp starfsmönnum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 4. desember 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaður Fréttablaðsins, Helgi Vífill Júlíusson, telur blaðamenn farna fram úr sér í kjarabaráttunni. Laun vegna starfa þeirra séu of lág en óraunhæft sé að vonast eftir hækkunum að svo stöddu.  Þetta kemur fram í skoðunarpistli Helga í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í dag.

Helgi Vífill segir það skiljanlegt að Blaðamannafélagi Íslands finnist stytting vinnuvikunnar ekki mikilvægt samningsatriði fyrir blaðamenn sem nú þegar vinni umfram vinnuskyldu án þess að fá fyrir það greitt. Hins vegar telur Helgi Vífill að þetta mætti útfæra til að henta stéttinni. Til dæmis með því að bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma.

„Að sama skapi hafa blaðamenn farið fram úr sér í kjarabaráttu sinni. Að sjálfsögðu vil ég hærri laun fyrir mig og samstarfsmenn mína. Of margir blaðamenn eru á alltof lágum launum. Flest eigum við skilið vænar launahækkanir. Veruleikinn er því miður sá, að það er ekki raunhæft eins og sakir standa að hækka launin.“

Kjarabaráttan eigi sér stað á tíma þar sem einkareknir fjölmiðlar standi höllum fæti í samfélaginu. Auglýsingatekjur hafi dregist saman og áskrifendum fækkað.

„Fyrirtæki verða að geta staðið undir launahækkunum. Annars fara þau á hausinn eða segja upp starfsmönnum í hagræðingarskyni. Í ljósi erfiðs rekstrarumhverfis óttast ég að störfum muni fækka í greininni. Hvernig blaðamenn standa að kjarabaráttu okkar hefur aukið á þann ótta.“

Helgi Vífill sér þrennt í stöðunni sem geti bætt stöðu einkarekinna fjölmiðla; fleiri áskrifendur, lægri skattar og ekkert RÚV.

Helgi Vífill er ekki fyrstur til að viðra þá skoðun að kröfur Blaðamannafélagsins séu skaðlegar stéttinni. Stefán Einar Stefánsson, viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins, hefur kennt kjarabaráttunni um nýlegar uppsagnir sem áttu sér stað hjá Morgunblaðinu, og verið harðlega gagnrýndur fyrir þá fullyrðingu.

Sjá einnig: 

Stefán Einar hjólar í formann Blaðamannafélagsins: „Á morgun ætlar Hjálmar Jónsson að lama þetta sama fyrirtæki“ 

 

*Blaðamaður er í Blaðamannafélagi Íslands

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tveir slösuðust eftir árekstur á Garðvegi

Tveir slösuðust eftir árekstur á Garðvegi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Benedikt fór í samkvæmi virðulegra manna: „Sannfærðir um að málið yrði þagað í hel“

Benedikt fór í samkvæmi virðulegra manna: „Sannfærðir um að málið yrði þagað í hel“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

„Ég veit ekki hvar þessi martröð endar“ – Tvö áföll á skömmum tíma og langur sakaferill

„Ég veit ekki hvar þessi martröð endar“ – Tvö áföll á skömmum tíma og langur sakaferill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði: Faðir stúlkunnar sem lenti í snjóflóðinu er um borð

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði: Faðir stúlkunnar sem lenti í snjóflóðinu er um borð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndir frá varðskipinu Þór á vettvangi snjóflóðanna í nótt

Myndir frá varðskipinu Þór á vettvangi snjóflóðanna í nótt