fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Stefán Einar hjólar í formann Blaðamannafélagsins: „Á morgun ætlar Hjálmar Jónsson að lama þetta sama fyrirtæki“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 13:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Einar Stefánsson, viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins, er ósáttur við aðgerðir Blaðamannafélagsins en á morgun er verkfall hjá nokkrum af stærstu fjölmiðlum landsins eftir að blaðamenn felldu nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Stefán virðist saka Hjálmar Jónsson, formann Blaðamannafélagsins, um heimsku í nýjum pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni. Í dag sagði Morgunblaðið upp 15 manns, þar á meðal reyndum blaðamönnum. Stefán spyr hvað mörg störf eigi eftir að tapast vegna verkfallsaðgerða Blaðamannafélagsins. Hann segir Hjálmar ekki vera í tengslum við raunveruleikann:

„Á mánudaginn hélt formaður Blaðamannafélagsins fund með blaðamönnum sem starfa á vettvangi Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins og mbl.is. Þar spurði ég hann út í yfirstandandi verkfallsaðgerðir og hvort hann hefði lagt mat á hversu mörg störf gætu tapast vegna þeirra. Meðal spurninga var einnig hvort hann hefði látið framkvæma kostnaðarmat á þeim kröfum sem hann heldur fram gagnvart SA en vill ekki upplýsa okkur blaðamenn um hverjar séu.

Svar Hjálmars Jónssonar við fyrstu spurningunni var einfaldlega það að hann gæti ekki haft áhyggjur af því hversu mörg störf myndu tapast.

Í dag horfum við starfsfólk Árvakurs á eftir 15 öflugum og góðum samstarfsmönnum sem sagt er upp vegna rekstrarerfiðleika fyrirtækisins. Á morgun ætlar Hjálmar Jónsson að lama þetta sama fyrirtæki með 12 tíma löngu verkfalli. Annað svipað á að fylgja í næstu viku. Enn harðari aðgerðum hefur verið hótað í kjölfarið.

Fyrir nokkru er mér orðið ljóst að formaður Blaðamannafélagsins er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann og því miður virðist sem samninganefnd félagsins sé það ekki heldur. Það er erfitt að bjarga mönnum frá sjálfum sér. Það er hins vegar verra þegar ekki er hægt að bjarga saklausu fólki frá heimsku þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala